ara afmæli (68)
ara afmæli2016 (44)
ara afmæli ÞLD (11)
ara afmæli OH (43)
ara afmæli OH (23)

vefpostur 1

sendokkurpost 1

leyfi
Stóra upplestrarkeppnin 28/3/2017

Stóra upplestrarkeppnin 28/3/2017

Stóra upplestrarkeppnin 2017 41

Þriðjudaginn 28. mars fór fram lokakeppni stóru upplestrarkeppninnar 2017 í Ráðhúsinu.
Fram komu fulltrúar; Grandaskóla, Melaskóla, Vesturbæjarskóla, Austurbæjarskóla, Háteigsskóla, Landakotsskóla og Hlíðaskóla.
Fulltrúar Grandaskóla í keppninni voru þau Karl Einar Karlsson og Hólmfríður Erla Ingadóttir.
Eins og við var að búast voru þau skólanum til mikils sóma og stóðu sig vel.
Sigurvegari keppninnar í þetta sinn kom frá Melaskóla.

Skoðið myndir

Lesa >>


Þemadagar 23. og 24. mars 2017

Þemadagar 23. og 24. mars 2017

Þemadagar 2017 21

23. mars og 24. mars voru þemadagar í Grandaskóla.

Á þemadögum brjótum við upp stundaskrána og vinnum í aldursblönduðum hópum.

Sjálfbærni og endurnýting var okkur ofarlega í huga þessa daga.

Fjölbreytt verkefni voru á 4 svæðum.

Ruslarobotar, taupokar, gróðursetning og Jörðin í okkar höndum voru aðalverkefni þessa daga.

Skoðið myndir

RSusRSlarobotar

Ruslarobotar

Lesa >>


Páskabingó 28. og 29. mars

paskaegg
Páskabingó 2017

Ágætu nemendur og foreldrar/forráðamenn,

Foreldrafélag Grandaskóla stendur fyrir árlegu páskabingói,

þriðjudaginn 28. mars og miðvikudaginn 29. mars nk.

Spilað verður í íþróttasalnum og gengið inn frá Rekagranda.

            1.-3. bekkur spilar á þriðjudeginum kl. 17:30 – 19:00

            4.-7. bekkur spilar á miðvikudeginum kl. 17:30 – 19:00

Mætum öll og eigum skemmtilega stund saman, athugið að nemendur þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.

Verð fyrir bingóspjaldið er kr. 250,-

Eins verður til sölu snakk og ávaxtasafi saman á kr. 500,-

Sú nýbreytni er að bingóspjöldin og „snakkið“ verður selt við innganginn.

Vinsamlega mætið tímanlega og farið í hraðbankann á leiðnni, því að það verður ekki posi á staðnum, eingöngu „cash“.

Ath. Það má skipta um dag, ef það hentar betur eða vegna systkina, svo að ekki þurfi að mæta bæði kvöldin

Lesa >>


Fimmtudagurinn 23. mars og föstudagurinn 24. mars verða þemadagar í Grandaskóla.

Kæru foreldrar og nemendur

jord
Fimmtudagurinn 23. mars og föstudagurinn 24. mars verða þemadagar í Grandaskóla.

Þá daga brjótum við upp stundaskrána og vinnum í aldursblönduðum hópum.

Nemendur mæta í skólann á hefðbundnum tíma en skóla lýkur með hádegismat. Þá fara eldri nemendur heim, Undraland tekur við sínu fólki og skólinn brúar bilið fyrir 3. og 4. bekkinga sem eiga að vera í Frostheimum þessa daga. Engar sérgreinar verða kenndar þessa daga.

Jörðin í okkar höndum........verður yfiskrift daganna

Fjölbreytt verkefni verða á 4 svæðum og fer hver nemandi á 2 svæði hvorn dag.

Sjálfbærni og endurnýting er okkur ofarlega í huga þessa daga:

Allir nemendur þurfa að koma með gamlan stuttermabol sem verður breytt í eitthvað annað og 1 hreina plastflösku með tappa, helst lítersflösku.  Best væri að fá þetta í hús sem fyrst svo við öðlumst nokkra yfirsýn yfir hvort eitthvað vantar.

Góð skæri eru nauðsynleg þessa daga og við föndrum og málum þannig að best er að vera ekki í sínu fínasta pússi.

Til að vinna að fjölbreyttum verkefnum vantar okkur ýmsar tómar umbúðir og annað  endurvinnanlegt efni eins og t.d. : niðursuðudósir, eggjabakka, fernur, litla kassa eða box úr pappa eða málmi, gosdósir, klósett- og eldhúsrúllur, ónýt leikföng eru líka góður efniviður og ef einhver lumar á litríkum rafmagnsvír sem er á leið í ruslið er hann vel þeginn. Litríkir efnisafgangar og tölur úr ónýtum flíkum, tvinnakefli, gostappar eða annað sem ykkur dettur í hug að hægt sé að nota  til að skapa eitthvað skemmtilegt úr.

Mikilvægt er að allar umbúðir séu hreinar !

Lesa >>


Stóra upplestrarkeppnin 14/3/2017

Stóra upplestrarkeppnin 14/3/2017

Lestrarkeppnin 2017 8

Lokaumferð Stóru upplestrarkeppninnar í Grandaskóla fór fram 14. mars. Sjö nemendur úr 7. bekk kepptu til úrslita um að verða fulltrúar skólans á lokahátið keppninnar í Ráðhúsinu í lok mánaðarins. 
Dómnefnd var vandi á höndum við val sitt en niðurstaðan var að þau Karl Einar Karlsson og Hólmfríður Erla Ingadóttir sigruðu og Herdís Birna Viggósdóttir til vara

Krakkarnir stóðu sig öll frábærlega og skemmtu áhorfendum með vönduðum lestri á sögu og ljóðum.

Öllum lesurunum og kennurum þeirra er þakkað fyrir þessa skemmtilegu stund. Til hamingju.

Skoðið myndir

Lesa >>

Skoða fréttasafn

einelti2016

Heimasíða Reykjavíkur

          is round  en round pol round

Foreldravefur 220x85