vefpostur 1

sendokkurpost 1

leyfi
Bokaútgáfa 22
Í dag var útgáfudagur bókar 6. bekkjar og lokauppgjör á lestrarátaki 6. bekkjar með Forlaginu.

Í þriðja sinn hélt Forlagið útgáfuboð með nemendum í 6. bekk Grandaskóla. Þetta skemmtilega verkefni hefur verið í gangi í þriú ár. Verkefnið felst í  að reyna nýja aðferð við að vekja áhuga krakka á lestri og bókum með því að gera þau að beinum þátttakendum í ferlinu, þ.e. skrifa bók og gefa hana út. Nemendur heimsóttu Forlagið og fengu heimsóknir frá rithöfundum, teiknurum og ritstjóra. Í dag rann svo upp stóra stundin, útgáfudagur bókarinnar og verðlaunaafhending í lestrarkeppninni. Allir nemendur fengu bókina "Bland í poka" afhenta í útgáfuboðinu og var foreldrum og ættingjum boðið í veisluna. Grandaskóli þakkar Forlaginu kærlega fyrir samstarfið í þessu skemmtilega verkefni. 

menntastefna

Heimasíða Reykjavíkur

          is round  en round pol round

Foreldravefur

foreldravefur