vefpostur 1

sendokkurpost 1

leyfi

Skólasafn

Skolasafn2011Húsnæði
Skólasafnið er í stjórnunarálmu skólans og er um 120m² og tekur 30 nemendur í sæti, þar að auki eru lesbásar fyrir 4 nemendur.


Safnkostur
Alls eru 20346 bækur á safninu. Þær skiptast í 10740 skáldsögur og 9606 fræðibækur. Einnig á safnið; 34 hljómplötur, 718 geisladiska og 370 myndbönd og 180 DVD diska. Safnið er áskrifandi af 10 tímaritum.
Þess ber að geta að 4700 bækur hafa verið gefnar safninu og 2875 bækur eru frá Námsgagnastofnun af úthlutunarkvóta. Skólasafnið hefur aðgang að Skólasafnamiðstöð Reykjavíkur og upplýsingar um þau gögn sem þar eru er að finna í Leitir/Gegnir.

Útlánskerfi
Öll útlán fara fram í GEGNI sem er alhliða bókasafnskerfi sem nær yfir alla starfsþætti safnsins.
1. Nemendur, kennarar og kennslustofur hafa útlánskort og þegar bók hefur verið valin er tölvupenninn látinn lesa á kortið og síðan á bókina.
2. Þegar bókinni er skilað skal hún sett í hillu bekkjarins á skólasafninu, en kennarar setji bækur í kennarahillu.
 
Reglur
Aldrei er góð vísa of oft kveðin. Því leggjum við að kennurum að minna nemendur á þær reglur sem gilda á skólasafninu.

1. Öllum er frjálst að skoða og lesa bækur og rit á safninu.
2. Tökum tillit til annarra og göngum rólega um safnið.

3. Förum vel með bækurnar og önnur safngögn.
4. Við setjum safngögnin aftur á sinn stað í hillu eftir að hafa skoðað og lesið.
5. Útlánstími ætti ekki að vera lengri ein einn mánuður.  

Prenta | Netfang

menntastefna

Heimasíða Reykjavíkur

          is round  en round pol round