Þemadagar

tema2011

„Margt býr í fjörunni“

Þemadagar verða  í Grandaskóla mánudaginn 30. og þriðjudaginn 31. maí.

Foreldrar vinsamlegast athugið að:  Skóladagar nemenda verða skv. stundatöflu.

Mæting í skóla kl. 8:30. Mjög mikilvægt að mæta stundvíslega þar sem hópar eru að fara úr húsi.

1. og 2. bekkur verða í Ægisíðufjöru
3. bekkur  verður við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi á mánudag og í Sörlaskjólsfjöru á þriðjudag
4. bekkur verður við Nesstofu og í fjöru við Bakkatjörn
5. bekkur verður í Gróttufjöru norður og í fjöru við dælustöð Eiðsgranda
6. bekkur fer á Sjóminjasafnið Víkina og í sjóferð um Sundin
7. bekkur verður á Hafnarsvæði

Prenta |