vefpostur 1

sendokkurpost 1

leyfi

UpplýsingarGrandaskóli við Keilugranda hóf starfsemi sína haustið 1986. Skólinn stendur við sjávarsíðuna í vesturbæ Reykjavíkur. Í upphafi var gert ráð fyrir að skólinn yrði einungis yngri barna skóli fyrir nemendur í 1. – 4. bekk. Fyrsta skólaárið voru nemendur 180 í 1. – 3. bekk. Fljótlega hóf foreldrafélag skólans í samráði við stjórnendur að þrýsta á um að nemendur gætu verið fyrstu 7 árin í Grandaskóla og farið þá beint í unglingaskóla hverfisins Hagaskóla. Þar sem íbúafjöldi í hverfinu fór ört vaxandi tóku borgaryfirvöld þá stefnu. Hófst þá í kjölfarið samfelld byggingarsaga sem stóð allt til haustsins 1997 þegar húsnæði skólans var komið í núverandi mynd. 5 samtengdar álmur með 16 almennum kennslustofum, 6 sérgreinastofum, námsveri, sérkennsluaðstöðu, tölvustofu, skólasafni og fjölnota sal. Hluti íþróttakennslu nemenda fer fram í Íþróttahúsi KR sem er í nágrenninu. Skólinn er einsetinn. Í skólanum eru nú 7 hópar með 6-12 ára nemendum. Nemendur skólaárið 2017 – 2018 verða 340 en flestir voru nemendur skólans 496 veturinn 1997 – 1998 en þá var skólinn tvísetinn. Við skólann starfa nú 29 kennarar og 17 aðrir starfsmenn.

Frístundaheimilið Undraland sem ÍTR starfrækir að loknum skóladegi nemenda hefur aðstöðu í hluta skólahúsnæðisins.
Í gegnum tíðina hefur verið lögð áhersla á tölvur og upplýsingatækni í skólastarfi Grandaskóla. Mikil hefð er fyrir öflugri list- og verkgreinakennslu í skólanum og er aðstaða fyrir þær greinar með ágætum. Tónlistaruppeldi skipar ríkan sess í skólastarfinu.
 

Prenta | Netfang

menntastefna

Heimasíða Reykjavíkur

          is round  en round pol round