Skip to content
16 mar'21

Þemadagar í Grandaskóla 17.-19.mars 2021

Þemadagar í Grandaskóla 17.-19.mars 2021 Þemadagar voru í Grandaskóla 17. – 19. mars og voru þeir tileinkaðir íslensku í sinni fjölbreyttustu mynd. Mismunandi verkefni voru unnin í árgöngum; 1. bekkur Múmínálfarnir,   2. bekkur Ofurhetjur,   3. bekkur Lotta /heimsókn í leikskóla,   4. bekkur Ljóð / ljóðabók,   5. bekkur íslensku ratleikur, Nemendur í tónmennt héldu tónleika með…

Nánar
17 feb'21

Öskudagur 2021

Í dag var haldið upp á Öskudaginn í Grandaskóla. Skóli hófst í bekkjarstofum, síðan hittust 1. og 2. bekkur á miðrýminu þar sem var sungið og dansað. Vegna Covid reglna var ekki hægt að hafa dagskrá út um allan skóla en í staðinn var hver árgangur með dagskrá á sínum svæðum. Í boði var karokee,…

Nánar
13 feb'21

Öskudagur 17. febrúar

Dagskrá á öskudag. Þennan dag mæta nemendur í skólann kl. 8:30 og mega koma í búningum með sparinesti og nammi. Nemendur fara út í frímínútur og þurfa því að vera klæddir eftir veðri. 1.og 2. bekkur fer í Undraland eftir matinn kl.12 3. og 4. bekkur – nemendur sem eru í Frostheimum verða í umsjón…

Nánar
11 feb'21

100 daga hátíð 2021

Ein af hefðum Grandaskóla er 100 daga hátíð. Í dag hafa 6 ára nemendur verið 100 daga í Grandaskóla. Þá er farið í skrúðgöngu um skólann, fjör í íþróttasalnum, horft saman á mynd og pizzuveisla í lokin. Skoðið myndir    

Nánar
10 des'20

Jóladagskrá Grandaskóla

English below Kæru foreldrar/forráðamenn. Þá er desembermánuður hafinn. Í Grandaskóla hefur hann öllu jöfnu verið annasamur mánuður með tilheyrandi leikritum, jólagjafagerð, dagatölum, piparkökum og sitthverju fleira. Það kemur þó fáum á óvart að ástandið hefur flækst fyrir okkur í ár. Við skipulagningu á viðburðum desembermánaðar þetta árið höfum við lagt allt kapp á að halda…

Nánar
10 des'20

Helgileikur 1. bekkjar Grandaskóla

Ein af hefðum Grandaskóla er að nemendur 1. bekkjar leika helgileik í byrjun desember. Helgileikurinn fór fram í dag en við óvenjulegar aðstæður þar sem foreldrum og ættingjum var ekki boðið á sýninguna vegna Covid reglna. En í staðinn er komin upptaka af sýningum á helgileik 1. bekkjar Helgileikur 1-BG Helgileikur 1-KJG Helgileikur 1-YLF Einning…

Nánar
09 des'20

Vegna sóttvarnarráðstafana 9. desember

(English below) Kæru foreldrar Í gær voru kynntar breytingar á sóttvarnarráðstöfum sem taka gildi 10. desember næstkomandi. Sú reglugerð sem skólahald heyrir undir verður að mestu óbreytt til 31.desember. Fyrir Grandaskóla þýðir það að engar breytingar verða gerðar á skipulagi sem unnið hefur verið eftir fram að þessu. Skólahald verður með sömu takmörkunum og verið hefur fram að…

Nánar
01 des'20

Starfsdagur 4. desember

(English below) Kæru foreldrar, Þann 11. nóvember var skráður starfsdagur samkvæmt skóladagatali Grandaskóla. Vegna sóttvarnaaðgerða var honum frestað og hugmyndin var að fresta fram yfir það tímabil sem sóttvarnaraðgerðir væru í gildi. Núgildandi reglugerð um sóttvarnir fellur úr gildi í næstu viku og er alls óvíst um framhaldið. Þrátt fyrir það höfum við ákveðið að…

Nánar
27 nóv'20

Nóvemberverkefni

Á meðan reglugerð um takmörkun á skólastarfi hefur verið í gildi hafa kennarar og nemendur verið að vinna að ýmis konar skemmtilegum verkefnum. Smíðakennari hefur verið að vinna með nemendum 3. bekkjar við tálgun. Afraksturinn varð að skemmtilegum fígúrum sem nemendur tálguðu og skreyttu svo að vild. Í 2. bekk hafa nemendur verið að vinna…

Nánar
20 nóv'20

Fréttir af skólastarfi 20. nóvember

(English below) Kæru foreldrar, Eins og fram kom í síðasta pósti frá okkur þá var gefin út ný reglugerð um sóttvarnir í grunnskóla og tók hún gildi í gær. Eftir að hafa skoðað hvaða tækifæri ný reglugerð gefur okkur til endurskoðunar á því skipulagi sem hefur verið í gildi teljum við okkur ekki geta gert…

Nánar