Skip to content

Fréttir

01 okt'19

Grunnskólamót Reykjavíkur í knattspyrnu

Mánudaginn 23. september fór fram Grunnskólamót Reykjavíkur í knattspyrnu fyrir nemendur í 7. bekk.  Keppt var í Egilshöll og sendi Grandaskóli pilta- og stúlknalið til keppni.  Piltarnir sigruðu tvo leiki og töpuðu einum. Stúlkurnar sigruðu sína leiki og kepptu til úrslita föstudaginn 27. september. Í úrslitunum gerðu þær eitt jafntefli og töpuðu einum leik. Mörg…

Nánar
28 ágú'19

Fjöruferð

  Hluti af 2. bekk fór í lotu með textíl-, myndmennta- og bekkjarkennara í fjöruferð að leita að fjörugulli fyrir verkefnavinnu lotunnar. Skoðið myndir    

Nánar
26 ágú'19

Skólabyrjun 6 ára nemenda

Í dag hófu 50 sex ára nemendur skólagöngu sína í Grandaskóla. Mikil eftirvænting var hjá nemendum að byrja í skólanum og að kynnast skólanum og nýjum vinum. Kennarar 6 ára nemenda í vetur eru Guðrún Þóra Vilhjálmsdóttir, Jóna Pála Björnsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir. Skoðið myndir

Nánar
22 ágú'19

Skólasetning

Skólasetning Grandaskóla fór fram 22. ágúst. Nemendur, foreldrar og starfsfólk komu þá saman í sal skólans. Örn Halldórsson skólastjóri Grandaskóla setti skólann og spjallaði við nemendur og foreldra. Síðan fóru nemendur í heimastofur og hittu umsjónarkennara sína. 380 nemendur munu stunda nám við Grandaskóla í vetur. Skoðið myndir  

Nánar
09 ágú'19

Skólabyrjun

Skrifstofa Grandaskóla opnar mánudaginn 12. ágúst. Skólasetning verður fimmtudaginn 22. ágúst. kl. 9.00 mæta 2. – 4. bekkur kl 9.30 mæta 5. – 7. bekkur Skólasetning fer fram í sal skólans, gengið inn frá Rekagranda. Forráðamenn eru boðnir velkomnir. Kennsla hefst föstudaginn 23. ágúst samkvæmt stundaskrá. Nemendur sem hefja nám í 1. bekk verða boðaðir…

Nánar
07 jún'19

Skólaslit Grandaskóla 2019

Föstudaginn 7. júní voru skólaslit í Grandaskóla. Nemendur 1. – 6. bekkja mættu á sal í skólaslit og síðan var kveðjustund í stofum. Í þetta sinn var vitnisburður ekki afhentur í stofum þar sem hann er núna ræfrænn  í Mentor og var opnað á aðgang í morgun í Mentor fyrir foreldra. Útskrift 12 ára nemenda…

Nánar
03 jún'19

Skólaslit Grandaskóla

Skólaslit verða í Grandaskóla föstudaginn 7. júní. Nemendur mæta sem hér segir: kl. 9:00  1. – 3. bekkur kl. 10:00  4. – 6. bekkur kl. 12:00  7. bekkur Nemendur mæta á sal skólans og fara eftir það í heimstofur sínar. Foreldrar velkomnir! Við minnum á að nú verður vitnisburður rafrænn. Hæfnikort nemenda verða birt í…

Nánar
29 maí'19

Þemadagar – fjörudagar 2019

Á þemadögum á vori er sú skemmtilega hefð í Grandaskóla að allir nemendur vinna með lifríkið í fjörunni. Öll strandlengjan frá Ægissíðu út í Gróttu, á Eiðisgranda, út á Granda og niður á höfn. Á þessum stöðum eru unnin mismunandi verkefni og er hugmyndin sú að þegar nemendur ljúka námi í Grandaskóla hafa þeir unnið mismunandi…

Nánar
27 maí'19

Þemadagar að vori – fjörudagar

Þemadagar / Fjörudagar verða 28. og 29. maí. Unnið verður að verkefnum tengdum fjörunni frá 8:30-11:30, síðan hefst dagskrá samkvæmt stundatöflu.

Nánar