Skip to content
24 ágú'20

Skólasetning 2020

Skólasetning Grandaskóla fór fram 24. ágúst. Nemendur og starfsfólk komu þá saman í sal skólans. Vegna aðstæðna mættu foreldrar ekki á skólasetningu í ár. Örn Halldórsson skólastjóri Grandaskóla setti skólann og spjallaði við nemendur. Síðan fóru nemendur í heimastofur og hittu umsjónarkennara sína. 355 nemendur munu stunda nám við Grandaskóla í vetur. Skoðið myndir

Nánar
18 ágú'20

Skólasetning og skólabyrjun

Kæru foreldrar, Vonandi hafa allir haft það gott í sumarfríinu og tilbúnir að takast á við komandi skólaár. Því miður erum við enn að eiga við óværu sem hefur áhrif á samstarf heimilis og skóla. Í haust byrjum við skólastarfið með svipuðu sniði og við endum í vor. Því miður verðum við að takmarka mjög…

Nánar
05 jún'20

Skólaslit Grandaskóla 2020

Föstudaginn 5. júní voru skólaslit í Grandaskóla. Nemendur 1. – 6. bekkja mættu í skólastofur  í kveðjustund.  Útskrift 12 ára nemenda var í hádeginu og í ár útskrifaðist 51 nemandi frá skólanum. Örn Halldórsson skólastjóri flutti ávarp til útskriftarnemenda. Flutt var kveðjuræða kennara og síðan fluttu nokkrir nemendur minningu um árin í Grandaskóla Gleðilegt sumar…

Nánar
29 maí'20

Skólaslit 5. júní

Þann 5. júní er skólaslitadagur Grandaskóla. Í ljósi aðstæðna þá mun sá dagur ekki vera með hefðbundnu sniði. Við munum halda okkur við að takmarka samkomur fullorðinna í skólanum og getum því ekki boðið foreldrum að taka þátt í þessum degi. Við óskum því eftir því að nemendur komi einir í skólann þennan dag. Nemendur…

Nánar
07 maí'20

Fjöruferð

Fimmtudaginn 7. maí fór 7. bekkur í fjöruferð og sótti dýr í sjóbúr skólans. Þennan dag var stórstraumsfjara og mikið líf í fjörunni. Nemendur skemmtu sér vel í blíðskaparveðri og fundu mikið af dýrum. Skoðið myndir

Nánar
30 apr'20

Skólastarf frá 4. maí

(English below) Kæru foreldrar, Nú styttist í að takmörkunum á samkomubanni verði létt. Frá og með 4. maí á skólastarf að færast í fyrra horf. Nemendur mæta í skólann samkvæmt stundskrá og mun skólastarf fara í það horf sem það var fyrir takmarkanir. Þetta á bæði við um sundkennslu, íþróttakennslu og skipulag í matsal. Nemendum…

Nánar
23 mar'20

Lestrarátak Grandaskóla

Til að hvetja til lesturs meðan á samkomubanni stendur langar okkur að hrinda af stað lestarátaki í Grandaskóla sem hefst 21. mars og stendur fram til  4.maí.  Í lestarátakinu geta allir sem að Grandaskóla koma tekið þátt. Við hvetjum því líka foreldra og starfsmenn til að skrá inn bækur sem þeir lesa. Nú gefst okkur…

Nánar
12 mar'20

Upplýsingar frá Almannavörnum til foreldra

Kæru foreldrar Skólar starfa nú samkvæmt viðbragðsáætlunum sínum og bregðast við aðstæðum með hliðsjón af fyrirmælum sóttvarnarlæknis og almannavarna. Mikilvægt er að nemendur, foreldrar og forráðamenn geri það einnig. Mælst er til þess að nemendur sem eru með hita eða einkenni sem svipar til einkenna kórónaveirunnar COVID-19 mæti ekki í skólann á meðan neyðarstig almannavarna…

Nánar
02 mar'20

Frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra

Upplýsingar til foreldra Ágætu foreldrar / forráðamenn Í ljósi þess að nú hefur hættustigi almannavarna verið lýst yfir vegna COVID-19 kórónaveirunnar áréttar almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mikilvægi þess að allir fylgi leiðbeiningum sóttvarnarlæknis. Nýjustu upplýsingar eru ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is Foreldrar eru beðnir um að fylgjast reglulega með nýjustu upplýsingum um þau svæði sem…

Nánar
05 feb'20

Prjónað fyrir pokadýrin í Ástralíu

Nemendur og kennarar í Grandaskóla tóku þátt í verkefninu ,,Prjónað fyrir pokadýrin í Ástralíu“ sem er sjálfboðaliðaverkefni á alþjóðavísu. Vegna mikilla skógarelda í Ástralíu er fjöldinn allur af pokadýrum eins og kengúrum orðinn munaðarlaus, en til þess að þrífast og dafna þurfa þau að vera í hlýjum og verndandi pokum. Pokarnir urðu að vera úr…

Nánar