Skip to content
13 des'21

Heimsókn á Aflagranda 2. bekkur

Heimsókn á Aflagranda Eins og oft áður í desember var okkur í 2. bekk boðið að koma í heimsókn í Samfélagshúsið Aflagranda. Við fengum mjög góðar móttökur hjá Helgu Ösp og hennar fólki. Börnin skoðuðu húsið og starfsemina þar og fengu mandarínur og piparkökur. Einnig fengu þau að taka með sér heim tálgaða jólasveina og…

Nánar
03 nóv'21

Vinavika 8. – 12. nóvember

Í næstu viku 8. -12. nóvember er vinavika í Grandaskóla.    Yfirskrift vikunnar er „Hjálpum hvert öðru“ og er markmið að auka samkennd í hópnum. Nemendur munu reyna að kynnast betur og fleirum, einnig munum við byrja að hitta vinabekkina okkar. Hjálpaliðaverkefnið í 7. bekk hefst þessa viku, þá munu 7. bekkingar aðstoða 1. og…

Nánar
12 okt'21

Bleikur föstudagur 15.október

Á Bleika deginum 15.október hvetjum við nemendur og starfsfólk til að klæðast bleiku og sýna þannig samstöðu og stuðning með þeim sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendum þeirra.

Nánar
10 sep'21

Göngum í skólann

Grandaskóli mun taka þátt í átakinu Göngum í skólann þetta árið. Átakið hefst 8.september og lýkur 6. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Hver og einn árgangur mun útfæra verkefnið við sitt…

Nánar
03 sep'21

Skólakór

Skólaárið 2021-22 verður starfræktur barnakór í Grandaskóla undir stjórn Elínar Halldórsdóttur tónmenntakennara. Nemendum sem eru í 4.-6. bekk verður boðið að taka þátt og verður æft með hverjum árgangi einu sinni í viku 40 mín. í senn. 4. bekkur æfir kl. 13:40 – 14:20 á mánudögum 5. bekkur æfir kl. 14:20 – 15:00 á þriðjudögum…

Nánar
25 ágú'21

Skólabyrjun 6. ára nemenda

Í dag hófu 48 sex ára nemendur skólagöngu sína í Grandaskóla. Mikil eftirvænting var hjá nemendum að byrja í skólanum og að kynnast skólanum og nýjum vinum. Kennarar 6 ára nemenda í vetur eru Jóna Pála Björnsdóttir, Júlía Traustadóttir Kondrup og Þórdís Ívarsdóttir. Skoðið myndir

Nánar
23 ágú'21

Skólasetning 23. ágúst 2021

Skólasetning Grandaskóla fór fram 23. ágúst. Nemendur og starfsfólk komu þá saman í sal skólans. Vegna aðstæðna mættu foreldrar ekki á skólasetningu í ár. Anna Sigríður Guðnadóttir skólastjóri Grandaskóla setti skólann og spjallaði við nemendur. Síðan fóru nemendur í heimastofur og hittu umsjónarkennara sína. 343 nemendur munu stunda nám við Grandaskóla í vetur. Skoðið myndir

Nánar
16 ágú'21

Skólasetning og skólabyrjun

Senn líður að skólasetningu í Grandaskóla og starfsfólk í óða önn við að skipuleggja veturinn. Ljóst er að skólastarf verður skipulagt með sóttvarnir í huga og höfum við það að markmiði að stuðla að öryggi og velferð allra sem koma að skólastarfinu en tryggja í senn kröftugt skólastarf. Skólasetning verður mánudaginn 23. ágúst sem hér…

Nánar
10 jún'21

Skólaslit Grandaskóla 2021

Fimmtudaginn 10. júní voru skólaslit í Grandaskóla. Nemendur 1. – 6. bekkja mættu í skólastofur í kveðjustund.  Útskrift 12 ára nemenda var kl 11:00 og í ár útskrifuðust 34 nemendur frá skólanum. Tveir nemendur fluttu minningu um árin í Grandaskóla og nemendur fluttu tónlistaratriði. Anna Sigríður Guðnadóttir skólastjóri  og kennararnir Arnheiður Ingimundardóttir og Arngunnur Sigurþórsdóttir…

Nánar
08 jún'21

Skólaslit 10. júní

Skólaslit í Grandaskóla verða fimmtudaginn 10. júní og mæta nemendur sem hér segir: 1. og 4. bekkur kl. 8.30 2. og 5. bekkur kl. 9.15 3. og 6. bekkur kl. 10.00 Nemendur mæta í sínar heimastofur og eiga stund með umsjónarkennara sínum áður en haldið er út í sumarið. Gert er ráð fyrir að skólaslitin…

Nánar