Skip to content
25 maí'22

Vorhátíð 2022

Loksins var hægt að halda vorhátíð í Grandaskóla sú fyrsta í 3 ár. 🙂 Boðið var upp á ýmis atriði s.s. Tónlistar Kínaverkefni með 4. bekk, söngur hjá 2. bekk, skólakórinn söng, spil í 6. bekk, fjörulíkön í 7. bekk og verkefni nemenda í stofum. Síðan var farið út í sólina og þar skemmti Lalli…

Nánar
24 maí'22

Þemadagar 24. og 25. maí

Þemadagar / fjörudagar 24. og 25. maí Vor þemadagar Grandaskóla hafa til margra ára haft þemað Margt býr í fjörunni. Þá kynnast nemendur skólans strandlengjunni frá Ægissíðu allan hringinn niður að höfn.  Yngstu nemendur fara á Ægissíðuna síðan Sörlaskjól, Gróttu, Eiðisgranda og Granda og höfnina. Á hverjum stað vinna nemendur mismunandi verkefni. Þegar nemendur útskrifast…

Nánar
23 maí'22

Ferð á Alþingi

Nemendur í 2. bekk fóru í heimsókn á Alþingi þar sem þeir fengu leiðsögn um húsið og störf Alþingis. Einnig var gengið að Stjórnarráðinu og leikið á Arnahóli. Skoðið myndir

Nánar
06 maí'22

3. bekkur á Listasafni Reykjavíkur

Í dag en við fórum með 3.bekk á Erró sýninguna í Listasafni Reykjavíkur. Svona til fróðleiks þá er maðurinn sem labbaði með okkur um sýninguna gamall nemandi Grandaskóla- Örn Alexander fæddur 84.  

Nánar
02 maí'22

Listaverk !!

Þau eru víða listaverkin.  Nokkrar stúlkur úr 4. bekk í Grandaskóla gerðu þetta fína listaverk úr brosköllum sem var mjög viðeigandi þennan dag því þá skein sól skært.

Nánar
01 apr'22

Tónleikar Barnakórs Grandaskóla

Þann 1. apríl síðastliðinn hélt Barnakór Grandaskóla allar 3 bekkjardeildir, 4., 5. og 6. bekkjar kórar  vortónleika í miðrými skólans. Tónleikarnir gengu vel og tók hljómsveit kórsins með nemendum úr 6. bekk og bassaleikara úr 7. bekk þátt í 3 lögum.  Fram komu ýmsir einsöngvarar og rappari við góðar viðtökur  hlustenda.   Þetta eru fyrstu tónleikar…

Nánar
24 mar'22

Örn Halldórsson skólastjóri látinn

Í gær bárust okkur þær sorgarfréttir að Örn Halldórsson skólastjóri væri látinn. Örn hafði eins og margir vita verið að glíma við veikindi sem hann náði því miður ekki að sigrast á. Stórt skarð hefur verið höggvið í skólasamfélag Grandaskóla. Örn var farsæll skólastjóri Grandaskóla frá árinu 2011 en hafði áður verið bæði kennari og…

Nánar
02 mar'22

Öskudagurinn 2022

Í dag var haldið upp á Öskudaginn í Grandaskóla. Skóli hófst í bekkjarstofum, síðan hittust allir á miðrýminu þar sem var sungið og dansað. Eftir nesti var dagskrá út um allan skóla. Í boði var vöfflubakstur, perlur, leirgerð, vinabönd,, Just dance, leikir, risa málverk, trommuhringur, myndataka, öskupokagerð, ratleikur, teiknimyndir, Karokee, draugahús og skólahreysti í íþróttasalnum.…

Nánar
27 feb'22

Öskudagur miðvikudaginn 2. mars

Á öskudaginn 2.mars verða nemendur í skólanum fyrir hádegi.  Þann dag ætlum við að gera ýmislegt öðruvísi en við erum vön. Skóladagurinn hefst kl. 8:30 og allar sérgreinar falla niður. Allir koma í búningum / furðufötum, jafnt börn sem fullorðnir og þennan dag ólíkt öðrum dögum er leyfilegt að koma með óhollt nesti. Það má…

Nánar
15 feb'22

100 daga hátíð 2022

Ein af hefðum Grandaskóla er 100 daga hátíð. Í dag hafa 6 ára nemendur verið 100 daga í Grandaskóla. Þá er farið í skrúðgöngu um skólann, fjör í íþróttasalnum, horft saman á mynd og pizzuveisla í lokin. Skoðið myndir

Nánar