Uncategorized
Göngum í skólann
Grandaskóli mun taka þátt í átakinu Göngum í skólann þetta árið. Átakið hefst 8.september og lýkur 6. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Hver og einn árgangur mun útfæra verkefnið við sitt…
NánarSkólakór
Skólaárið 2021-22 verður starfræktur barnakór í Grandaskóla undir stjórn Elínar Halldórsdóttur tónmenntakennara. Nemendum sem eru í 4.-6. bekk verður boðið að taka þátt og verður æft með hverjum árgangi einu sinni í viku 40 mín. í senn. 4. bekkur æfir kl. 13:40 – 14:20 á mánudögum 5. bekkur æfir kl. 14:20 – 15:00 á þriðjudögum…
NánarSkólabyrjun 6. ára nemenda
Í dag hófu 48 sex ára nemendur skólagöngu sína í Grandaskóla. Mikil eftirvænting var hjá nemendum að byrja í skólanum og að kynnast skólanum og nýjum vinum. Kennarar 6 ára nemenda í vetur eru Jóna Pála Björnsdóttir, Júlía Traustadóttir Kondrup og Þórdís Ívarsdóttir. Skoðið myndir
NánarSkólasetning 23. ágúst 2021
Skólasetning Grandaskóla fór fram 23. ágúst. Nemendur og starfsfólk komu þá saman í sal skólans. Vegna aðstæðna mættu foreldrar ekki á skólasetningu í ár. Anna Sigríður Guðnadóttir skólastjóri Grandaskóla setti skólann og spjallaði við nemendur. Síðan fóru nemendur í heimastofur og hittu umsjónarkennara sína. 343 nemendur munu stunda nám við Grandaskóla í vetur. Skoðið myndir
NánarSkólasetning og skólabyrjun
Senn líður að skólasetningu í Grandaskóla og starfsfólk í óða önn við að skipuleggja veturinn. Ljóst er að skólastarf verður skipulagt með sóttvarnir í huga og höfum við það að markmiði að stuðla að öryggi og velferð allra sem koma að skólastarfinu en tryggja í senn kröftugt skólastarf. Skólasetning verður mánudaginn 23. ágúst sem hér…
NánarSkólaslit Grandaskóla 2021
Fimmtudaginn 10. júní voru skólaslit í Grandaskóla. Nemendur 1. – 6. bekkja mættu í skólastofur í kveðjustund. Útskrift 12 ára nemenda var kl 11:00 og í ár útskrifuðust 34 nemendur frá skólanum. Tveir nemendur fluttu minningu um árin í Grandaskóla og nemendur fluttu tónlistaratriði. Anna Sigríður Guðnadóttir skólastjóri og kennararnir Arnheiður Ingimundardóttir og Arngunnur Sigurþórsdóttir…
NánarSkólaslit 10. júní
Skólaslit í Grandaskóla verða fimmtudaginn 10. júní og mæta nemendur sem hér segir: 1. og 4. bekkur kl. 8.30 2. og 5. bekkur kl. 9.15 3. og 6. bekkur kl. 10.00 Nemendur mæta í sínar heimastofur og eiga stund með umsjónarkennara sínum áður en haldið er út í sumarið. Gert er ráð fyrir að skólaslitin…
NánarSkrifstofa skólans verður lokuð fimmtudaginn 10. júní frá kl. 12:15
Vegna jarðarfarar verður skrifstofa Grandaskóla lokuð frá kl 12.15 fimmtudaginn 10.júní. Skrifstofan opnar á ný föstudaginn 11.júní kl 8:00
NánarÞemadagar 7. og 8. júní
Þemadagar / fjörudagar 7. og 8. júní. Vor þemadagar Grandaskóla hafa til margra ára haft þemað Margt býr í fjörunni. Þá kynnast nemendur skólans strandlengjunni frá Ægissíðu allan hringinn niður að höfn. Yngstu nemendur fara á Ægissíðuna síðan Sörlaskjól, Gróttu, Eiðisgranda og Granda og höfnina. Á hverjum stað vinna nemendur mismunandi verkefni. Þegar nemendur útskrifast…
NánarSjóbúr og lífríkið í fjörunni
Mánudaginn 26. apríl fór 7. bekkur í fjöruna við Sörlaskjól að skoða lífríkið og ná í lífverur í sjóbúrið sem búið er að setja upp í skólanum. Fjöruferðin heppnaðist vel í alla staði. Veðrið var eins og best verður á kosið og nemendur mjög áhugasamir og duglegir að finna dýr í fjörunni. Nú er sjóbúrið…
Nánar