Skip to content

Eineltisáætlun

olweusarlogo_tu

Okkur á að líða vel í skólanum.Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um einelti í skólum og á vinnustöðum. Margir velta því fyrir sér hvenær er um að ræða stríðni og hvenær stríðni verður að einelti. Álitið er að stríðni verði að einelti þegar um endurtekna áreitni er að ræða og hegðunarmynstur þolandans breytist vegna hennar. Einelti er endurtekið ofbeldi, andlegt, félagslegt eða líkamlegt og ber að leggja alla áherslu á að stöðva það.
Einelti er ofbeldi og á ekki að líðast í skólanum.
 
Hvernig getum við komið í veg fyrir einelti?

  • Með því að vinna markvisst að því að okkur líði vel í skólanum með t.d. vinahópum, vinabekkjum, leynivinum, vinavikum o.s.frv.
  • Kennum nemendum okkar umburðarlyndi gagnvart fjölbreytileika mannlífsins.
  • Gefum okkur tíma til þess að ræða við nemendur okkar um tilfinningar og líðan.
  • Skipuleggjum vel alla gæslu á útivakt, gangavörslu og í búningsklefum. Allir nemendur skipta okkur máli og við fylgjumst vel með.
  • Fræðum starfsfólk, foreldra og nemendur um einelti og gerum öllum ljóst hvernig við tökum á því.
  • Hvetjum nemendur og foreldra til að ræða atburði dagsins sín á milli.

Hvernig bregðumst við við?
Allir, kennarar, starfsfólk og foreldrar þurfa að vera vel á verði. Fylgjast vel með því sem börnin aðhafast og stöðva óæskilega hegðun strax.
Sá sem verður var við ofbeldi þarf að tilkynna það skóla og foreldrum umsvifalaust.
Ef óljóst er hverjir taka þátt í eineltinu er hægt að leggja fyrir eineltiskönnun eða samskiptakönnunina “ Ég og skólinn ”.
Málin eru tekin fyrir í nemendaverndarráði og ákveðið hverjir skulu vinna í málinu. Bekkjarkennari þarf alltaf að vera með í þeirri vinnu. Foreldrar þeirra barna sem tengjast málinu beint eru kallaðir á fund í skólanum. Hitta þarf foreldra hvers barn fyrir sig. Einstaklingsvinna með þau börn sem tengjast eineltinu beint þ.e. bæði þolendur og gerendur.
Kynna efni um einelti fyrir bekkjarkennara og vinna í bekknum með umræðum, lesa sögur um einelti, sýna myndbönd o.s.frv. Nauðsynlegt er að fylgjast með að þær aðgerðir sem gripið var til hafi borið árangur, ræða við foreldra barnsins og kennara eftir fyrirfram ákveðinn tíma.
Eineltismál eru mismunandi, þannig þarf að skoða hvert mál fyrir sig.