Skip to content

Flutningur milli skólastiga

Haust2007 051

Flutningur milli skólastiga
Samstarf leik- og grunnskóla
Undanfarin ár hefur samstarf leik- og grunnskóla í hverfinu aukist mikið. Samstarf þessara tveggja skólastiga er þannig háttað núna að Grandaskóli er í samstarfi við fjóra leikskóla sem eru Gull-, Granda- og Ægisborg. Aðstoðarskólastjóri Grandaskóla er tengiliður skólans.

Helstu þættir :
Haustönn
• Aðstoðarskólastjóri, kennarar í 1. bekk og leikskólakennarar sem sjá um starf með elstu börnunum hittast og ræða um tilhögun samstarfs, dagsetningar á heimsóknum, áherslur í námi og annað sem þurfa þykir.
• 1.bekkur fer í heimsókn í þá leikskóla sem flest börnin koma úr ásamt kennara og bjóða börnum úr öðrum leikskólum með.
• Leikskólabörnin fara í heimsókn á bókasafn grunnskólans.
• Grunnskólinn býður leikskólabörnum á leiksýningu eða aðra uppákomu.
Vorönn
• Leikskólabörnin fara í heimsókn á skólasafn og fá jafnframt að skoða heimastofur 1. bekkjar og prófa að setjast á skólabekk. Aðstoðarskólastjóri tekur á móti hópnum og segir frá skólastarfinu.
• Leikskólabörnin fara í íþróttatíma í grunnskólanum ásamt nemendum í 1. eða 2. bekk.
• Hefðbundin leikskólaheimsókn. Væntanlegir nemendur koma í skólann, fá að sitja í tíma, fara í frímínútur, í samsöng o.fl.
• Kennarar beggja skólastiga hittast, meta hvernig samstarfið hefur gengið og gera tillögur að breytingum ef þörf krefur.
• Aðstoðarskólastjóri ásamt tveimur öðrum fer í heimsókn á leikskólana, hittir tengiliðinn og fylgist með börnunum við leik

Flutningur nemenda Grandaskóla í Hagaskóla
Nemendur Grandaskóla fara flestir í Hagaskóla þegar 7. bekk lýkur. Til að undirbúa nemendur fyrir þessa breytingu fara þeir í skólaheimsókn í Hagaskóla í maí.
Þar tekur skólastjóri á móti þeim, sýnir þeim skólann og ræðir við þau um þær breytingar sem verða. Áður en nemendur fara frá okkur hittast skólastjórnendur, námsráðgjafi, sálfræðingur og sérkennarar Grandaskóla og Hagaskóla. Þá er farið yfir stöðu nemenda og rætt um áframhaldandi úrræði á nýjum stað.
Foreldrafélagið boðar til fundar með foreldrum 7. bekkinga. Þar hittast fulltrúar frá félagsmiðstöðinni Frostaskjóli, hverfislögreglunni, Neskirkju, Hagaskóla og foreldrar.
Málefni fundarins er flutningur barnanna yfir í Hagaskóla, fermingarfræðsla á komandi hausti, félagsmál í hverfinu, útivist og forvarnir.
Fyrirhugað er frekara samstarf grunnskólanna í Vesturbæ.