Skip to content

Leiga á sal

Salarleiga

Salurinn er ekki til leigu meðan Covid reglur eru i gangi

 

 

Afnot af sal Grandaskóla

Hægt er að fá afnot af sal Grandaskóla til afmælishalds. Til þess að það geti orðið þarf að hafa
í huga eftirfarandi atriði.

Tvær eða fleiri fjölskyldur þurfa að standa að hverjum viðburði

Óska þarf eftir sal með góðum fyrirvara

Afnotin miðast við mánudaga til fimmtudaga milli 17 og 20.

Miða skal við að hver viðburður standi ekki lengur en tvær klukkustundir.

Aðgangur miðast við íþróttasal og matsal. Svið í íþróttasal er ekki leiksvæði og skal það
aðeins notað til sýninga.

Inngangur í sal er frá Rekagranda og skal notast við þann inngang þegar viðburðir eru.
Tengiliður við foreldra vegna afnota á sal er ritari skólans. Hafa skal samband við hann og
hann skráir beiðnir um afnot.

Þegar viðburði lýkur skal gengið snyrtilega frá og hefur verið útbúinn vagn með áhöldum til
að gera fólki það mögulegt.

Aðgangur að eldhúsi er takmarkaður þó er hægt að fá lánuð þaðan glös og diska eða önnur
áhöld.

Aðgangur að áhöldum sem tilheyra íþróttakennslu er ekki heimill.

Greitt er fyrir afnot af salnum og tekur ritari við greiðslum.