Skip to content

Lög foreldrafélagsins

Lög Foreldrafélags Grandaskóla

 

1. gr.
Félagið heitir Foreldrafélag Grandaskóla. Félagar eru allir foreldrar og forráðamenn nemenda við Grandaskóla.
2. grein
Markmið félagsins er að:
• Vera samstarfsvettvangur foreldra sem eiga börn í skólanum.
• Efla og tryggja gott samstarf foreldra og starfsfólks skólans.
• Styðja heimili og skóla við að skapa nemendum góð uppeldis- og menntunarskilyrði.
• Koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi skóla- og uppeldismál.
• Standa vörð um réttindi barna til mennta og aukins þroska.
3. grein
Tilgangi sínum hyggst félagið ná m.a. með því að:
• Skipuleggja og halda utan um starf bekkjarfulltrúa í hverjum árgangi/bekkjardeild.
• Koma á umræðu- og fræðslufundum um uppeldis- og skólamál.
• Kjósa fulltrúa í skólaráð samkvæmt reglum félagsins.
• Standa að upplýsingamiðlun til foreldra m.a. með notkun rafrænna samskiptamiðla.
• Veita skólayfirvöldum lið svo að aðstæður til náms og félagslegra starfa verði sem bestar.
• Taka þátt í samstarfi við önnur foreldrafélög, svæðisráð og landsssamtök foreldra.
4. grein
Aðalfundur skal haldinn að hausti og eigi síðar en 20. september. Stjórn boðar til fundarins með minnst viku fyrirvara. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað. Í fundarboði skal kynna dagskrá fundarins.
Dagkrá aðalfundar skal í það minnsta innihalda:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Staðfesting á lögmæti fundarins.
3. Skýrsla stjórnar.
4. Reikningar félagsins kynntir og lagðir fram til samþykktar.
5. Lagabreytingar.
6. Kosning í stjórn.
7. Kosning fulltrúa foreldra í skólaráð.
8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
9. Ákvörðun um valkvætt framlag.
10. Önnur mál.
5. grein
Stjórn er skipuð formanni, ritara, gjaldkera og sjö meðstjórnendum. Á aðalfundi skal kjósa formann, ritara og gjaldkera. Meðstjórnendurnir sjö koma úr röðum bekkjarfulltrúa, einn fulltrúi frá hverjum árgangi þ.e. 1. – 7. bekk. Stjórn skiptir með sér verkum og setur sér starfsreglur. Starfsár stjórnar er frá aðalfundi til aðalfundar.
Stjórn er ákvörðunarhæf þegar meirihluti stjórnar, að formanni meðtöldum, er viðstaddur. Við stjórnarákvarðanir ræður einfaldur meirihluti. Við jöfn atkvæði ræður atkvæði formanns.
6. grein
Bekkjarfulltrúar starfa á vegum stjórnar foreldrafélagsins sem setur þeim starfsreglur. Hlutverk bekkjarfulltrúa er að efla og styrkja samstarf foreldra og barna og leitast við að treysta samband heimilis og skóla innan hverrar bekkjardeildar með nánu samstarfi við umsjónarkennara. Bekkjarfulltrúar eru kosnir á kynningarfundum um skólastarf í upphafi skólaárs. Komi ekki fram sjálfboðaliðar skal velja foreldra samkvæmt stafrófsröð nemenda og á næsta ári þá sem næstir eru í röðinni samkvæmt sama kerfi. Einn bekkjarfulltrúi úr hverjum árgangi situr í stjórn foreldrafélagsins. Bekkjarfulltrúar hvers árgangs koma sér saman um hver þeirra býður sig fram til stjórnarsetu og í hvaða röð hinir eru til vara.
7. grein
Fulltrúa foreldra í skólaráð skal kjósa á aðalfundi. Kosnir eru tveir fulltrúar og tveir varamenn til tveggja ára í senn. Stjórn foreldrafélagsins veitir fulltrúunum leiðbeiningar eftir því sem við á.
8. grein
Prókúruhafar félagsins eru gjaldkeri og formaður. Reikningsárið er frá 1.9. – 31.8. Á aðalfundi skal kjósa tvo skoðunarmenn reikninga. Stjórn foreldrafélagsins er heimilt að óska eftir því að foreldrar greiði valkvætt framlag til félagsins. Þetta framlag er innheimt árlega og er ákveðið á aðalfundi.
9. grein
Stjórn foreldrafélagsins ber ekki skylda til að taka afstöðu í einstökum ágreiningsmálum er upp kunna að koma á milli einstakra foreldra og starfsmanna skólans.
10. grein
Ákvörðun um slit félagsins skal tekin á aðalfundi. Til samþykktar þarf 2/3 hluta atkvæða. Við slit félagsins renna eignir þess til Grandaskóla.
11. grein
Tillögur um breytingar á lögum félagsins skal senda stjórn skriflega ásamt rökstuddri greinargerð, í síðasta lagi tveimur vikum fyrir aðalfund. Breytingartillaga skal birt orðrétt í aðalfundarboði. 2/3 hluta atkvæða þarf til breytinga á lögum.
Samþykkt á aðalfundi 7. september 2016.