Skip to content

Opnun skólans á morgnana

Að öllu jöfnu er gert ráð fyrir að nemendur komi í skólann kl. 8:30 þegar kennsla hefst samkvæmt stundaskrá.

Milli kl. 8:00 og 8:30 eru kennarar að undirbúa daginn í sínum kennslustofum og þá erfitt að taka á móti nemendum þar. Við hvetjum því til þess að nemendur komi ekki fyrr en kl. 8:30 nema nauðsyn krefji. Að sjálfsögðu er börnunum frjálst að leika á skólalóðinni áður en skólinn byrjar og geta þá sett skólatöskurnar sínar inn í forstofur á meðan.

Klukkan 8:00 höfum við opnað fyrir yngri börnunum sem ekki geta verið ein eftir að foreldrar þeirra fara til vinnu. Tekið skal fram að hér er ekki um skipulagða gæslu að ræða heldur eru börnin undir eftirliti í skólanum þar til fyrsta kennslustund hefst. Þeir starfsmenn sem sinna þessu verkefni eru fáir og því biðjum við foreldra um að nýta sér þetta aðeins ef  nauðsyn krefur.