Skip to content

Síma og snjalltækjareglur

Símanotkun nemenda á skólatíma veldur margvíslegum vandkvæðum í skólastarfinu. Þess vegna er ein símaregla í gildi og hún er einföld. Það er ekki leyfilegt að vera með kveikt á farsímanum á skólatíma. Til að koma til móts við óskir foreldra höfum við leyft nemendum að koma með símana sína í skólann en það verður að vera slökkt á þeim og þeir geymdir í skólatöskunni allan skóladaginn. Það má ekki kveikja á þeim fyrr en viðkomandi er kominn út úr húsinu. Sömu reglur gilda um önnur snjalltæki.