Skip to content

Snjóreglur

Svæði þar sem leyfilegt er að vera í snjókasti í frímínútum :

Eldri – stóra brekkan við Rekagranda

Yngri  – hóll inni á lóð Undralands

Hvergi annarsstaðar er leyfilegt að kasta snjóboltum í fólk eða hluti.

Sá sem velur að vera á snjókastsvæði verður að gera ráð fyrir því að fá snjóbolta í sig.

Þeir sem eru í leik á öðrum stöðum á skólalóðinni eiga að geta leikið sér óáreittir.

Gengið er út frá því að snjókast eigi að vera skemmtilegt.

Ofbeldi og hrindingar eru ekki leyfðar.

Þeir sem ekki fylgja reglum geta átt á hættu að þurfa að sitja inni í frímínútum.

Í brekkunni Keilugrandamegin eru nemendur gjarnan að renna sér í frímínútum.

Þar gilda líka ákveðnar reglur í frímínútum :

Þar er leyfilegt að vera með „þoturassa“ en ekki stærri þotur eða sleða.

Hrindingar og ýtingar eru með öllu bannaðar.