Skip to content

Fréttir af skólastarfi 20. nóvember

(English below)

Kæru foreldrar,

Eins og fram kom í síðasta pósti frá okkur þá var gefin út ný reglugerð um sóttvarnir í grunnskóla og tók hún gildi í gær. Eftir að hafa skoðað hvaða tækifæri ný reglugerð gefur okkur til endurskoðunar á því skipulagi sem hefur verið í gildi teljum við okkur ekki geta gert breytingar án þess að auka líkur á að nemendur og starfsfólk skólans verði útsett fyrir smiti. Við teljum því skynsamlegast að halda því skipulagi á skólastarfi sem verið hefur undanfarnar tvær vikur fram til 2. desember. Við höfum ákveðið að fara varlega í að láta hópa blandast í frímínútum þó heimild sé til þess en það er gert m.a. til að geta betur haldið utan um þá hópa sem eru úti hverju sinni. Við þurfum því að halda ótrauð áfram næstu tvær vikur og horfum með jákvæðni til þess að þetta taki enda að þessum tveimur vikum liðnum.

 

Í því skipulagi sem við ætlum nú að framlengja í næstu tvær vikur hefur komið í ljós að umferð að skólanum hefur þyngst í byrjun skóladags hjá yngri nemendum. Þetta á sérstaklega við um bílastæðið við Keilugranda. Við viljum því hvetja fólk ef það á þess nokkurn kost að fylgja börnum sínum gangandi í skólann. Ef foreldrar telja sig þurfa að keyra börnum í skólann bendum við á þann möguleika að leggja bílunum á bílastæðinu við Frostheima og fylgja barninu sínu þaðan að skólanum til að draga úr hættunum sem eru að skapast á þessum tíma á við skólann.

Bestu kveðjur

Stjórnendur

………………………………………………………………………………………………………………………………….

Dear parents,

As we mentioned in our last email to you a new regulation regarding response to COVID was issued last Wednesday. We have been going through what possibilities this gives us to reconsider our current plan. Unfortunately, we can’t see options for us that won’t have the effect of increasing the risk of students and staff to be in possible risk of getting infected. We will then be going forward for the next two weeks until 2nd of December with the same plan as has been ongoing so far. We need just to be positive and hope that this will end after those two weeks.

This plan that has been ongoing in our school means that car traffic has increased at the start of the school day at 8:30. Specially on the Keilugranda parking. We urge parents if they possibly can to walk with their kids to school over the next two weeks. If on the other hand parents think they need to come by car to school, we point out the possibility of using the parking lot at Frostheimar and walk from there to the school. Hopefully we can reduce the risk of accidents if we do this.

Best regards

Directors

Örn Halldórsson

skólastjóri

Grandaskóla