Skip to content

Fréttir af skólastarfinu

Kæru foreldrar.

Þá er þessari undarlegu viku senn að ljúka. Vikan sem við hófum á því að umturna skólastarfi og það á örskömmum tíma. Eins og gengur með breytingar gera þær mann óöruggan í byrjun, enginn veit hvernig hlutirnir eiga að vera, fullt af spurningum koma upp og ekki alltaf sem svörin eru á reiðum höndum.

Nemendur og starfsfólk skólans eiga hrós skilið fyrir þá aðlögunarhæfni sem þeir sýndu þessa vikuna. Nemendur í 1. – 4. bekk eru nær eingöngu í sinni bekkjarstofu og nemendur 5. – 7. bekkjar takast á við veruleikann með grímur í skólanum. Þetta reynir á alla en við stjórnendur erum stolt af þeim mannauð sem býr í nemendum og starfsfólki skólans sem sýnir þrautseigju sem aldrei fyrr.

Í næstu viku er vinavika í skólanum. Hún verður haldin eins og áður þrátt fyrir allt og hafa kennarar skipulagt dagskrá sem samrýmist þeim takmörkunum sem eru í gildi. Frekari upplýsingar um hana koma frá kennurum.

Starfsdegi sem vera átti miðvikudaginn 11.nóvember hefur verið frestað. Upplýsingar um nýja dagsetningu starfsdags koma eins fljótt og hægt er.

Bestu kveðjur um góða helgi
Stjórnendur

********************************************************************
Dear parents,

Now this strange week is about to end. This week we had to rearrange our timetables in a very short time. Every change makes us experience some uncertainty while we are getting the hang off how things will be. Students and staff of Grandaskóli deserve complement for their compliance to adjust to this situation that have been brought up on them.

Next week we are planning a week of friendship. Teachers have planned a program for this week that is suitable for the situation and they will inform you more about it.

According to the school calendar the 11th of November is a staff day. Due to the situation decision has been made to postpone that day. Further information about new date will be brought to you as soon as possible.

Best wishes for a good weekend
Directors