Skip to content
05 jún'20

Skólaslit Grandaskóla 2020

Föstudaginn 5. júní voru skólaslit í Grandaskóla. Nemendur 1. – 6. bekkja mættu í skólastofur  í kveðjustund.  Útskrift 12 ára nemenda var í hádeginu og í ár útskrifaðist 51 nemandi frá skólanum. Örn Halldórsson skólastjóri flutti ávarp til útskriftarnemenda. Flutt var kveðjuræða kennara og síðan fluttu nokkrir nemendur minningu um árin í Grandaskóla Gleðilegt sumar…

Nánar
29 maí'20

Skólaslit 5. júní

Þann 5. júní er skólaslitadagur Grandaskóla. Í ljósi aðstæðna þá mun sá dagur ekki vera með hefðbundnu sniði. Við munum halda okkur við að takmarka samkomur fullorðinna í skólanum og getum því ekki boðið foreldrum að taka þátt í þessum degi. Við óskum því eftir því að nemendur komi einir í skólann þennan dag. Nemendur…

Nánar
18 maí'20

Ytra mat og umbætur

Í lok síðasta árs fór fram ytra mat á Grandaskóla sem var framkvæmt af fulltrúum frá Skóla -og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Matið er talsvert umfangs mikið og byggist á viðmiðum Menntamálaráðuneytis um mat á skólastarfi. Í þetta sinn var eingöngu tekinn fyrir kafli matsins sem snýr að mati á námi og kennslu. Skýrsla sem gerir grein…

Nánar
07 maí'20

Fjöruferð

Fimmtudaginn 7. maí fór 7. bekkur í fjöruferð og sótti dýr í sjóbúr skólans. Þennan dag var stórstraumsfjara og mikið líf í fjörunni. Nemendur skemmtu sér vel í blíðskaparveðri og fundu mikið af dýrum. Skoðið myndir

Nánar
30 apr'20

Skólastarf frá 4. maí

(English below) Kæru foreldrar, Nú styttist í að takmörkunum á samkomubanni verði létt. Frá og með 4. maí á skólastarf að færast í fyrra horf. Nemendur mæta í skólann samkvæmt stundskrá og mun skólastarf fara í það horf sem það var fyrir takmarkanir. Þetta á bæði við um sundkennslu, íþróttakennslu og skipulag í matsal. Nemendum…

Nánar
30 apr'20

Sundkennsla 6. ára í vor

Breyting hefur orðið á tímasetningu skólasunds í 1. bekk. Nýjar tímasetningar eru: 1. JPB        4.maí – 13.maí 1. GÞV      14. maí – 25. maí 1. IÁ          26.maí – 4. júní Nemendur mæta með sundföt alla daga vikunnar á meðan á námskeiðinu stendur.

Nánar
23 mar'20

Lestrarátak Grandaskóla

Til að hvetja til lesturs meðan á samkomubanni stendur langar okkur að hrinda af stað lestarátaki í Grandaskóla sem hefst 21. mars og stendur fram til  4.maí.  Í lestarátakinu geta allir sem að Grandaskóla koma tekið þátt. Við hvetjum því líka foreldra og starfsmenn til að skrá inn bækur sem þeir lesa. Nú gefst okkur…

Nánar
12 mar'20

Upplýsingar frá Almannavörnum til foreldra

Kæru foreldrar Skólar starfa nú samkvæmt viðbragðsáætlunum sínum og bregðast við aðstæðum með hliðsjón af fyrirmælum sóttvarnarlæknis og almannavarna. Mikilvægt er að nemendur, foreldrar og forráðamenn geri það einnig. Mælst er til þess að nemendur sem eru með hita eða einkenni sem svipar til einkenna kórónaveirunnar COVID-19 mæti ekki í skólann á meðan neyðarstig almannavarna…

Nánar
02 mar'20

Frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra

Upplýsingar til foreldra Ágætu foreldrar / forráðamenn Í ljósi þess að nú hefur hættustigi almannavarna verið lýst yfir vegna COVID-19 kórónaveirunnar áréttar almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mikilvægi þess að allir fylgi leiðbeiningum sóttvarnarlæknis. Nýjustu upplýsingar eru ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is Foreldrar eru beðnir um að fylgjast reglulega með nýjustu upplýsingum um þau svæði sem…

Nánar