Skip to content
10 jún'21

Skólaslit Grandaskóla 2021

Fimmtudaginn 10. júní voru skólaslit í Grandaskóla. Nemendur 1. – 6. bekkja mættu í skólastofur í kveðjustund.  Útskrift 12 ára nemenda var kl 11:00 og í ár útskrifuðust 34 nemendur frá skólanum. Tveir nemendur fluttu minningu um árin í Grandaskóla og nemendur fluttu tónlistaratriði. Anna Sigríður Guðnadóttir skólastjóri  og kennararnir Arnheiður Ingimundardóttir og Arngunnur Sigurþórsdóttir…

Nánar
08 jún'21

Skólaslit 10. júní

Skólaslit í Grandaskóla verða fimmtudaginn 10. júní og mæta nemendur sem hér segir: 1. og 4. bekkur kl. 8.30 2. og 5. bekkur kl. 9.15 3. og 6. bekkur kl. 10.00 Nemendur mæta í sínar heimastofur og eiga stund með umsjónarkennara sínum áður en haldið er út í sumarið. Gert er ráð fyrir að skólaslitin…

Nánar
03 jún'21

Þemadagar 7. og 8. júní

Þemadagar / fjörudagar 7. og 8. júní. Vor þemadagar Grandaskóla hafa til margra ára haft þemað Margt býr í fjörunni. Þá kynnast nemendur skólans strandlengjunni frá Ægissíðu allan hringinn niður að höfn.  Yngstu nemendur fara á Ægissíðuna síðan Sörlaskjól, Gróttu, Eiðisgranda og Granda og höfnina. Á hverjum stað vinna nemendur mismunandi verkefni. Þegar nemendur útskrifast…

Nánar
30 apr'21

Sjóbúr og lífríkið í fjörunni

Mánudaginn 26. apríl fór 7. bekkur í fjöruna við Sörlaskjól að skoða lífríkið og ná í lífverur í sjóbúrið sem búið er að setja upp í skólanum.  Fjöruferðin heppnaðist vel í alla staði. Veðrið var eins og best verður á kosið og nemendur mjög áhugasamir og duglegir að finna dýr í fjörunni. Nú er sjóbúrið…

Nánar
30 apr'21

Plokkarar í 4. bekk

Þetta tíndu stelpurnar í frímínútum í dag. Burt með ruslið……. Þessar duglegur stelpur hafa verið að tína rusl upp af skólalóðinni.  Þrisvar í viku fara þær út með poka og hanska og tína ruslið sem hefur fokið á lóðina.  Þeim finnst vera mikið drasl í kringum skólann, vilja hafa fínt og hreint í kringum sig…

Nánar
29 apr'21

Kynning hjá 6. bekk

Miðvikudaginn, 28. apríl, voru nemendur í 6. bekk með kynningu á líffæri. Þetta var heimaverkefni og átti hver nemandi að fjalla um eitt líffæri. Þeir áttu að búa til líffærið í þrívídd og halda kynningu fyrir bekkjarfélagana. Nemendur unnu verkefnið stórkostlega og tala myndirnar sínu máli. Skoðið myndir

Nánar
06 apr'21

Skólastarf eftir páska

Kæru foreldrar/forráðamenn Eins og fram hefur komið hefst skóli samkvæmt stundaskrá á morgun miðvikudaginn 7.apríl. Skólastarf verður með hefðbundnum hætti þ.e. að nemendur stunda nám sitt samkvæmt stundaskrá og starfsemi í matsal verður með hefðbundnum hætti. Einhverjar breytingar verða þó á skólanum samkvæmt nýrri reglugerð um skólastarf. Starfsfólk skólans verður með andlitsgrímur og kennarar þurfa…

Nánar
24 mar'21

Páskaleyfi

Vegna covid-lokunar í skólanum eru nemendur komnir í páskafrí eins og áður hefur komið fram. Skrifstofa skólans verður lokuð frá kl.13:00,  í dag 25. mars og opnar aftur að loknu páskaleyfi. Við hvetjum ykkur til þess að vera dugleg að láta börnin ykkar halda áfram að lesa í páskafríinu. Því miður verður ekki hægt að…

Nánar
16 mar'21

Þemadagar í Grandaskóla 17.-19.mars 2021

Þemadagar í Grandaskóla 17.-19.mars 2021 Þemadagar voru í Grandaskóla 17. – 19. mars og voru þeir tileinkaðir íslensku í sinni fjölbreyttustu mynd. Mismunandi verkefni voru unnin í árgöngum; 1. bekkur Múmínálfarnir,   2. bekkur Ofurhetjur,   3. bekkur Lotta /heimsókn í leikskóla,   4. bekkur Ljóð / ljóðabók,   5. bekkur íslensku ratleikur, Nemendur í tónmennt héldu tónleika með…

Nánar