Skip to content
16 nóv'22

Starfsdagur 17. nóvember

Fimmtudaginn 17. nóvember verður starfsdagur í Grandaskóla. Engin kennsla verður þennan dag. Undraland verður opið fyrir þá sem eru bókaðir þar.

Nánar
09 nóv'22

Brunaæfing

Brunaæfing var í dag sem gekk mjög vel 🙂 Skoðið myndir

Nánar
08 nóv'22

Vinabekkir hittast

Í dag hittust nemendur í fjórða og fyrsta bekk og spiluðu saman. Allir skemmtu sér vel og þessir félagar munu örugglega hittast aftur í vetur. Skoðið myndir

Nánar
08 nóv'22

 Jólaföndur Grandaskóla 2022

Árlegt jólaföndur Grandaskóla verður haldið laugardaginn 19. nóvember í íþróttasal Grandaskóla. Jólaföndrið er ein af stóru fjáröflunum foreldrafélagsins. Foreldrafélagið greiðir meðal annars árlega vorhátíð skólans og skíðaferð fyrir 6. bekk. Auka fjármagn hefur verið notað til að kaupa diskókúlu, auka bingóspjöld, tölvubúnað fyrir skólann og fleira. Deginum verður skipt í tvennt: 1.-3. bekkur frá kl:10:30…

Nánar
04 nóv'22

Vinavika í Grandaskóla 7.-11.nóvember

Vinavika í Grandaskóla 7.-11.nóvember Árlega er vinavika í Grandaskóla. Þessa viku leggjum við áherslu á að hafa bekkjarfundi daglega og ræða við börnin um samskipti, vináttu, réttindi barna og einelti. Því er gildi nóvembermánaðar  vinátta. Vinabekkir munu hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman. 7.bekkingar halda áfram að aðstoða yngri nemendur. Bjóða þeim í leik en…

Nánar
13 okt'22

Heimsókn í Ásmundarsafn

Lotuhóparnir í smíði og myndmennt heimsóttu Ásmundarsafn í vikunni. Þar lærðu þau um Ásmund og verkin hans og sáu sýningu Unndórs Egils Jónssonar.  Skoðið myndir  

Nánar
28 sep'22

Glímukynning fyrir 5. og 7. bekk

Margét Rún Rúnarsdóttir  frá Glímusambandi Íslands heimsótti 5. og 7. bekkinga í íþróttum.  Fræðandi og skemmtileg Glímukynning.  Skólinn fékk að  gjöf bók sem heitir Þróun Glímu í íslensku þjóðlífi eftir Þorstein Einarsson. Skoðið myndir

Nánar
28 sep'22

Grunnskólamótið í knattspyrnu

Hér má sjá mynd af nemendum sem kepptu fyrir hönd skólans í Grunnskólamótinu í knattspyrnu sem haldið var fyrir 7. bekk.   Hver skóli mátti senda eitt drengjalið og eitt stúlknalið til keppni. Fyrst var riðlakeppni og til þess að komast í úrslit þurfti að vinna sinn riðil. Bæði liðin voru ekki langt frá því að…

Nánar
06 sep'22

Göngum í skólann

Miðvikudaginn 7. september hefst átakið Göngum skólann og stendur til 5.október sem er alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn. Við í Grandaskóla höfum tekið þátt undanfarin ár. Við hvetjum nemendur til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla. Margir árgangar gera könnun á ferðamáta sínum í ákveðinn tíma. Í fyrra byrjuðu nokkrir árgangar á…

Nánar
31 ágú'22

Aðalfundur foreldrafélags Grandaskóla

Aðalfundur Foreldrafélags Grandaskóla verður haldinn miðvikudaginn 7. september kl. 20:00 í sal skólans. Dagskrá: 1. Fundur settur 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara 3. Skýrsla stjórnar 4. Reikningar lagðir fram til samþykktar 5. Kosning stjórnar og formanns 6. Kosning skoðunarmanns reikninga 7. Kosning á einum fulltrúa og varafulltrúa í skólaráð til tveggja ára 8. Ákvörðun félagsgjalda…

Nánar