06 maí'19

Starfsdagur 10. maí

Föstudaginn 10. maí verður starfsdagur í Grandaskóla. Engin kennsla verður þennan dag. Undraland verður opið fyrir þá sem eru bókaðir þar.

Nánar
09 apr'19

Páskaleyfi – starfsdagur

Síðasti kennsludagur fyrir páskafrí er föstudagurinn 12. apríl og kennsla hefst aftur eftir páskafrí miðvikudaginn 24. apríl. Þriðjudaginn 23. apríl er starfsdagur kennara Sú vika verður í styttra lagi því fimmtudagurinn 25. apríl er sumardagurinn fyrsti og því frídagur. Undraland verður opið fyrir þá sem eru bókaðir þar. Gleðilega páska

Nánar
08 apr'19

Páskaungar

Ein af páskahefðum Grandaskóla er að fá egg og láta þau klekjast út í skólanum. Um helgina komu svo 11 ungar og eru þeir komnir í beina útsendingu á YouTube Skoðið myndir  

Nánar
08 apr'19

Heimsókn í Alþingi

Nemendur í 2. bekk fóru í ferð í miðbæinn og skoðuðu fræga staði og fóru í heimsókn í Alþingi. Skoðið myndir

Nánar
29 mar'19

Þemadagar Grandaskóla

Dagana 28. og 29. mars voru hinir árlegu þemadagar Grandaskóla Yfirskrift daganna var Barnasáttmáli Sameinuðuþjóðanna. Nemendum var þvert á árganga, skipt upp í 16 hópa sem unnu saman á svæðum að ýmsum verkefnum sem tengjast barnasáttmálanum. Skipt var upp á 8 stöðvar svo og aukaverkefni til hliðar. Unnið var út frá 15 greinum barnasáttmálans. Verkefnin…

Nánar
26 mar'19

Þemadagar 28. – 29. mars

Kæru foreldrar Á fimmtu- og föstudaginn, 28. og 29. mars eru þemadagar í Grandaskóla. Yfirskrift daganna er BARNASÁTTMÁLINN Börnunum er, þvert á árganga, skipt upp í hópa sem vinna saman á svæðum að ýmsum verkefnum sem tengjast sáttmálanum. Skóli hefst á hefðbundum tíma en lýkur hjá öllum nemendum kl. 13:30, (þá taka Undraland og Frostheimar…

Nánar
14 mar'19

Upplestrarkeppni Grandaskóla 2019

Í dag fór fram upplestarkeppni Grandaskóla.  Í keppninni keppa 7. bekkingar um hver fái að keppa í Stóru upplestrarkeppninni í Ráðhúsinu sem verður haldin 26. mars.  8 nemendur tóku þátt í úrslitum og sigruðu þær Áslaug Lilja Þorgeirsdóttir og Guðrún Klara Egilsdóttir. Gísli Örn Alfreðsson var í 3ja sæti til vara. Til hamingju krakkar. Skoðið myndir…

Nánar
06 mar'19

Öskudagur 2019

Í dag var haldið upp á Öskudaginn í Grandaskóla. Skóli hófst í bekkjarstofum, síðan hittust allir á miðrýminu þar sem var sungið og dansað. Eftir nesti var dagskrá út um allan skóla. Í boði var pönnukökubakstur, Play station, perlur, vinabönd, Lego, Microbit, Just dance, leikir, myndataka , öskupokagerð, ratleikur, teiknimyndir, Karokee, draugahús og skólahreysti í íþróttasalnum. Eftir…

Nánar
02 mar'19

Öskudagur

Á öskudaginn verða nemendur í skólanum fyrir hádegi. Þann dag ætlum við að gera ýmislegt öðruvísi en við erum vön. Skóladagurinn hefst kl. 8:30 og allar sérgreinar falla niður. Allir koma í búningum / furðufötum, jafnt börn sem fullorðnir og þennan dag ólíkt öðrum dögum er leyfilegt að koma með óhollt nesti. Það má sem…

Nánar