Skip to content
05 feb'20

Prjónað fyrir pokadýrin í Ástralíu

Nemendur og kennarar í Grandaskóla tóku þátt í verkefninu ,,Prjónað fyrir pokadýrin í Ástralíu“ sem er sjálfboðaliðaverkefni á alþjóðavísu. Vegna mikilla skógarelda í Ástralíu er fjöldinn allur af pokadýrum eins og kengúrum orðinn munaðarlaus, en til þess að þrífast og dafna þurfa þau að vera í hlýjum og verndandi pokum. Pokarnir urðu að vera úr…

Nánar
30 jan'20

100 daga hátíð 2020

Ein af hefðum Grandaskóla er 100 daga hátíð. Í dag hafa 6 ára nemendur verið 100 daga í Grandaskóla. Þá er farið í skrúðgöngu um skólann, fjör í íþróttasalnum, horft saman á mynd og pizzuveisla í lokin. Skoðið myndir

Nánar
20 nóv'19

Réttindaskóli Unicef

Í dag fékk Grandaskóli viðurkenningu sem réttindaskóli Unicef á afmælisdegi  Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem er 30 ára í dag . Í tilefni dagsins var haldin samkoma á sal þar sem fulltrúar skólans í réttindaráði tóku formlega á móti viðurkenningunni.  Fulltrúar Unicef á Íslendi afhentu skólanum fána og viðurkenningarspjald í tilefni dagsins. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri…

Nánar
06 nóv'19

Ytra mat á skólastarfi

Á næstu dögum/viku fer fram ytra mat á skólastarfi í Grandaskóla, en samkvæmt lögum um grunnskóla 91/2008 35. gr.- 38. gr. er gert ráð fyrir bæði innra og ytra mati og eftirliti á gæðum starfs í grunnskólum. Með ytra mati er átt við úttekt á starfsemi stofnunar sem unnin er af utanaðkomandi aðilum, s.s. sveitarfélögum…

Nánar
01 nóv'19

Vinavika 4. – 8. nóvember

Í næstu viku er Vinavika í Grandaskóla. Nemendur munu á hverjum degi hafa stutta bekkjarfundi þar sem fjallað verður um mikilvægi þess að öllum líði vel í skólanum og hvað við getum gert til að svo sé. Grandaskóli er Réttindaskóli Unicef og munum við tengja þessa umræðu við 2. og 6. grein Barnasáttmálans. Önnur grein…

Nánar
01 okt'19

Grunnskólamót Reykjavíkur í knattspyrnu

Mánudaginn 23. september fór fram Grunnskólamót Reykjavíkur í knattspyrnu fyrir nemendur í 7. bekk.  Keppt var í Egilshöll og sendi Grandaskóli pilta- og stúlknalið til keppni.  Piltarnir sigruðu tvo leiki og töpuðu einum. Stúlkurnar sigruðu sína leiki og kepptu til úrslita föstudaginn 27. september. Í úrslitunum gerðu þær eitt jafntefli og töpuðu einum leik. Mörg…

Nánar
28 ágú'19

Fjöruferð

  Hluti af 2. bekk fór í lotu með textíl-, myndmennta- og bekkjarkennara í fjöruferð að leita að fjörugulli fyrir verkefnavinnu lotunnar. Skoðið myndir    

Nánar
26 ágú'19

Skólabyrjun 6 ára nemenda

Í dag hófu 50 sex ára nemendur skólagöngu sína í Grandaskóla. Mikil eftirvænting var hjá nemendum að byrja í skólanum og að kynnast skólanum og nýjum vinum. Kennarar 6 ára nemenda í vetur eru Guðrún Þóra Vilhjálmsdóttir, Jóna Pála Björnsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir. Skoðið myndir

Nánar
22 ágú'19

Skólasetning

Skólasetning Grandaskóla fór fram 22. ágúst. Nemendur, foreldrar og starfsfólk komu þá saman í sal skólans. Örn Halldórsson skólastjóri Grandaskóla setti skólann og spjallaði við nemendur og foreldra. Síðan fóru nemendur í heimastofur og hittu umsjónarkennara sína. 380 nemendur munu stunda nám við Grandaskóla í vetur. Skoðið myndir  

Nánar
09 ágú'19

Skólabyrjun

Skrifstofa Grandaskóla opnar mánudaginn 12. ágúst. Skólasetning verður fimmtudaginn 22. ágúst. kl. 9.00 mæta 2. – 4. bekkur kl 9.30 mæta 5. – 7. bekkur Skólasetning fer fram í sal skólans, gengið inn frá Rekagranda. Forráðamenn eru boðnir velkomnir. Kennsla hefst föstudaginn 23. ágúst samkvæmt stundaskrá. Nemendur sem hefja nám í 1. bekk verða boðaðir…

Nánar