19 des'18

Jólakveðja

Við óskum nemendum okkar og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða. Starfsfólk  Grandaskóla Skóli hefst aftur föstudaginn 4. janúar eftir jólaleyfi. Skoðið myndir frá Helgileik 1. bekkjar , Litlu jólunum, jólaböllum og jólaleikritinu

Nánar
03 des'18

Skólalóðin 3. desember 2018

Skólalóðin er í endurhönnun  og breytingum og í dag var 1. áfangi skólalóðarinnar opnaður fyrir nemendur. Framkvæmdir hafa staðið yfir síðan skóli hófst í haust, svo nemendur eru búnir að bíða lengi eftir þessum breytingum og opnun á skólalóðinni. Mikil gleði var hjá nemendum að fá að leika í öllum nýju leiktækjunum og á gervigrasinu.…

Nánar
01 nóv'18

Vinavika 5. – 9. nóvember

Vikuna 5. – 9. nóvember er vinavika í Grandaskóla. Þessa viku ætlum við að ræða um mikilvægi jákvæðni í samskiptum og námi. Við munum hafa bekkjarfundi á hverjum degi og ræða þessi mál út frá ýmsum sjónarhornum. Vinabekkir munu byrja að hittast í þessari viku. Eitt stórt sameiginlegt listaverk verður unnið og hengt upp á…

Nánar
30 okt'18

Nýr vefur Grandaskóla

Í dag var nýr vefur Grandaskóla opnaður. Þar er að finna allar helstu upplýsingar um skólann og skipulag skólastarfsins. Eins birtum við fréttir af skólastarfinu. Vonandi verður mikið um uppfærslur þannig að vefurinn verði lifandi og lýsi vel því sem er að gerast í skólanum. Breytingin er hluti af nýjum heimasíðum grunnskóla Reykjavíkur og vonandi…

Nánar
30 okt'18
Starfsdagur 2. nóvember

Starfsdagur 2. nóvember

Föstudaginn 2. nóvember verður starfsdagur í Grandaskóla. Engin kennsla verður þennan dag. Undraland verður opið fyrir þá sem eru bókaðir þar.

Nánar
30 okt'18

Læsi í krafti foreldra.

Heimili og Skóli – landssamtök foreldra halda Foreldradaginn árlega og nú í samstarfi við Menntamálastofnun. Viðburðurinn ber yfirskriftina Læsi í krafti foreldra. Læsisuppeldi er umhyggja fyrir barninu en markmiðið málþingsins er að vekja foreldra til vitundar um mikilvægi læsisuppeldis. Streymt verður frá viðburðinum á Facebook-síðum Heimilis og skóla og Menntamálastofnunar  

Nánar
27 sep'18

Ferð á Árbæjarsafn

Fjórðu bekkingar eru að læra um líf og störf Íslendinga áður fyrr. Í tilefni þess fóru þau í heimsókn á Árbæjarsafnið og fengu að skoða gamla Árbæinn og reyna sig við ullarvinnu. Þetta var skemmtileg og fróðleg ferð. Skoðið myndir

Nánar
05 sep'18

Gönguferð á Hengil

Miðvikudaginn 5 september fór 7.bekkur í gönguferð upp á Hengil með 7. bekkingum í Selásskóla Þau lögðu af stað rétt fyrir 9 úr skólanum og komu heim rétt fyrir 5. Gönguleiðin var 15.5 km en 11 km í beinni loftlínu. Sumstaðar voru brattar brekkur og erfitt að ganga. Sumir segja að þetta hafi verið stórhættuleg…

Nánar
23 ágú'18

Skólabyrjun

Í dag hófu 50 sex ára nemendur skólagöngu sína í Grandaskóla. Mikil eftirvænting var hjá nemendum að byrja í skólanum og að kynnast skólanum og nýjum vinum. Kennarar 6 ára nemenda í vetur eru Anna Birna Einarsdóttir, Guðfinna Ágústsdóttir og Ingi Páll Eiríksson Skoðið myndir

Nánar
22 ágú'18

Skólasetning

  Skólasetning Grandaskóla fór fram 22. ágúst. Nemendur, foreldrar og starfsfólk komu þá saman í sal skólans. Inga Sigurðardóttir skólastjóri Grandaskóla setti skólann og spjallaði við nemendur og foreldra. Síðan fóru nemendur í heimastofur og hittu umsjónarkennara sína. 340 nemendur munu stunda nám við Grandaskóla í vetur. Skoðið myndir

Nánar