Skip to content

Göngum í skólann

Grandaskóli mun taka þátt í átakinu Göngum í skólann þetta árið. Átakið hefst 8.september og lýkur 6. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Hver og einn árgangur mun útfæra verkefnið við sitt hæfi. Við óskum þess að börnin séu hvött til að ganga eða hjóla í skólann. Einnig er mikilvægt að rifja upp helstu umferðarreglur og finna með börnunum öruggustu leiðina í skólann.