Heimsókn á Aflagranda 2. bekkur

Heimsókn á Aflagranda
Eins og oft áður í desember var okkur í 2. bekk boðið að koma í heimsókn í Samfélagshúsið Aflagranda. Við fengum mjög góðar móttökur hjá Helgu Ösp og hennar fólki. Börnin skoðuðu húsið og starfsemina þar og fengu mandarínur og piparkökur. Einnig fengu þau að taka með sér heim tálgaða jólasveina og útsagaðar fígúrur eftir Magnús Steingrímsson.