Skip to content

Jóladagskrá Grandaskóla

English below

Kæru foreldrar/forráðamenn.

Þá er desembermánuður hafinn. Í Grandaskóla hefur hann öllu jöfnu verið annasamur mánuður með tilheyrandi leikritum, jólagjafagerð, dagatölum, piparkökum og sitthverju fleira. Það kemur þó fáum á óvart að ástandið hefur flækst fyrir okkur í ár.

Við skipulagningu á viðburðum desembermánaðar þetta árið höfum við lagt allt kapp á að halda í flestar hefðir og sníða okkur stakk eftir vexti með tilliti til sóttvarna, enda bráðnauðsynlegt að reyna að viðhalda eins eðlilegri rútínu og hugsast getur.

Árleg hefð er að hafa „jólapeysudag“ Grandaskóla. Hann verður haldinn föstudaginn 11. desember. Þann dag er starfsfólk og nemendur hvattir til að mæta í jólapeysum, einhverju rauðu eða með jólasveinahúfu.

Miðvikudaginn 16.desember verður hin árlega hangikjötsveisla. Öllum nemendum verður boðið upp á hangikjöt og meðlæti. Nemendur í 5. – 7. bekk munu borða inn í stofum en 1. – 4. bekkur borðar í matsal eins og verið hefur.

Fimmtudaginn 17.desember verður jólaskemmtun með breyttu sniði. Allur skólinn mun spila saman rafrænt jólabingó og halda síðan stofujól með sínum bekk. Nemendur mæta í skólann sem hér segir:

Nemendur í 1., 3., 5. 6. bekk, mæta kl 9.15 – 11.00

Nemendur í 2., 4., 7. bekk, mæta kl 10.00 – 11.45

Jólaleyfi nemenda hefst 18.desember.

Fyrsti skóladagur á nýju ári er 5. janúar.

****************************************************************************

Dear parents

Here in Grandaskóli December has always been a busy month with different charismas activity’s in classes. That is no surprise that things have been different than we usually do in this time of the year. But we try to keep as much to our Christmas Tradicion’s as we can according to all COVID restriction’s.

Christmas sweater day will be on Friday the 11th . On that day everyone at the school attends school in Christmas sweater, wear something red or put up a Christmas hat.

On Wednesday the  16th the will be traditional icelandic christmas food (hangikjöt) for every one offered by the school.

Thursday the 17th of December will be different than usual. Instead of gathering around the christmas tree we will have  christmas bingo with all student participating at the same time through the internet. Student attend to their classroom where they join the bingo and have christmas time with their teacher.

Students attend at this time:

Classes 1. 3. 5. 6. attend school from 9.15 – 11.00

Classes 2. 4. 7. attend school from 10.00 – 11.45

Christmas holiday will start on December the 18th , school starts again January 5th.