Skip to content

Jólaföndur Grandaskóla 2019

Jólaföndur Grandaskóla 2019

Árlegt jólaföndur Grandaskóla verður haldið laugardaginn 16. nóvember í íþróttasal Grandaskóla.

Jólaföndrið er ein af stóru fjáröflunum foreldrafélagsins. Foreldrafélagið greiðir meðal annars árlega vorhátíð skólans og skíðaferð fyrir 6. bekk. Auka fjármagn hefur verið notað til að kaupa diskókúlu, auka bingóspjöld, tölvubúnað fyrir skólann og fleira.

Deginum verður skipt í tvennt:

1.-3. bekkur frá kl:11:00 – 12:30

4.-7. bekkur frá kl:12:30 – 14:00

Sjá nánari upplýsingar