Skip to content

Lestrarátak Grandaskóla

Til að hvetja til lesturs meðan á samkomubanni stendur langar okkur að hrinda af stað lestarátaki í Grandaskóla sem hefst 21. mars og stendur fram til  4.maí.  Í lestarátakinu geta allir sem að Grandaskóla koma tekið þátt. Við hvetjum því líka foreldra og starfsmenn til að skrá inn bækur sem þeir lesa. Nú gefst okkur foreldrum kannski tími til að setjast niður með góða bók. Lestarátak Grandaskóla fer svona fram:

  • Allir lesa bækur við sitt hæfi.
  • Þegar bókin hefur verið lesin sendir foreldri/nemandi tölvupóst á grandaskoli2020@rvkskolar.is með nafni lesandans og bekk og með titli og höfundi bókar. Gaman  væri ef stutt umsögn um bókina fylgdi með.
  • Bókasafn tekur saman þessa titla og verður hægt að fylgjast með á heimasíðu skólans hvaða bækur þátttakendur eru að lesa og hvernig átakið gengur.
  • Þegar fullt skólastarf hefst á ný eftir 4. maí  fá nemendur þátttökuverðlaun.

Lestrarátak Grandaskóla