Skip to content

Nóvemberverkefni

Á meðan reglugerð um takmörkun á skólastarfi hefur verið í gildi hafa kennarar og nemendur verið að vinna að ýmis konar skemmtilegum verkefnum.

Smíðakennari hefur verið að vinna með nemendum 3. bekkjar við tálgun. Afraksturinn varð að skemmtilegum fígúrum sem nemendur tálguðu og skreyttu svo að vild.

Í 2. bekk hafa nemendur verið að vinna með fiskaþema. Búið er að setja upp „fiskabúr“ í anddyri aðalinngangs skólans þar sem má sjá leirverk, myndir og óróa allt í fiskaþema. Við hvetjum ykkur til að kíkja á gluggana ef þið eigið leið framhjá.

Í 5. bekk hafa nemendur fengist við kertagerð. Allir nemendur fengu að útbúa sitt eigið kerti sem þau lærðu að útbúa frá grunni.

Skoðið myndir