Skip to content

Nýr vefur Grandaskóla

Í dag var nýr vefur Grandaskóla opnaður. Þar er að finna allar helstu upplýsingar um skólann og skipulag skólastarfsins. Eins birtum við fréttir af skólastarfinu. Vonandi verður mikið um uppfærslur þannig að vefurinn verði lifandi og lýsi vel því sem er að gerast í skólanum. Breytingin er hluti af nýjum heimasíðum grunnskóla Reykjavíkur og vonandi verða allir sáttir við nýja útlitið. Vefurinn er ekki alveg tilbúinn og eiga eftir að bætast við síður og nýjar upplýsingar. Myndasíðan hefur einnig tekið miklum breytingum og er komin í Google Photos. Sjá myndasíðu