Skip to content

Fyrirkomulag kennslu á vorönn

Kæru foreldrar/forráðamenn.

Frá og með miðvikudeginum 6. janúar mun skólastarf vera samkvæmt hefðbundinni stundaskrá.
Ný reglugerð gerir okkur kleift að hafa nokkuð eðlilegt skólastarf. Lotur hefjast á ný ásamt íþrótta- og sundkennslu. Allir nemendur munu fá hádegismat frá og með morgundeginum.

Enn erum við þó að vinna samkvæmt reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar. Það þýða breytingar innanhús hjá okkur sem nemendur gætu orðið varir við. Miklar sóttvarnir fylgja reglugerðinni og þarf að sótthreinsa svæði á milli nemendahópa, nemendur þurfa að þvo sér um hendur og spritta ef þeir fara í aðrar kennslustofur og ekki verður óhindraður aðgangur að bókasafni. Starfsmenn þurfa að nota andlitsgrímur ef ekki er hægt að tryggja 2m reglu, í sameiginlegum rýmum og matsal. Því miður getum við ekki enn boðið foreldrum að koma inn í skólann nema brýna nauðsyn beri til.

Við erum þó afar glöð að geta boðið öllum nemendum upp á fullan skóladag.

Bestu kveðjur,
Anna