Skip to content

Örn Halldórsson skólastjóri látinn

Í gær bárust okkur þær sorgarfréttir að Örn Halldórsson skólastjóri væri látinn. Örn hafði eins og margir vita verið að glíma við veikindi sem hann náði því miður ekki að sigrast á. Stórt skarð hefur verið höggvið í skólasamfélag Grandaskóla. Örn var farsæll skólastjóri Grandaskóla frá árinu 2011 en hafði áður verið bæði kennari og aðstoðarskólastjóri. Við kveðjum því góðan starfsfélaga og vin.

Nemendum var tilkynnt um andlát hans í dag og skóladagurinn hefur litast af atburðum dagsins. Flaggað var í hálfa stöng og í dag hefur minningarborði verið komið upp. Á borðinu verður minningarbók þar sem nemendum, starfsfólki og foreldrum gefst kostur á að rita kveðju.

Við minnumst hans með hlýhug og sendum aðstandendum hans okkar dýpstu samúðarkveðjur.