Skip to content

Öskudagur 2021

Í dag var haldið upp á Öskudaginn í Grandaskóla.

Skóli hófst í bekkjarstofum, síðan hittust 1. og 2. bekkur á miðrýminu þar sem var sungið og dansað.

Vegna Covid reglna var ekki hægt að hafa dagskrá út um allan skóla en í staðinn var hver árgangur með dagskrá á sínum svæðum.

Í boði var karokee, pönnukökubakstur, lyklakippugerð, goggar, málun, lego, teiknað með ipad, perlur,  leikir,  spil, öskupokagerð,  video, tarsan og þrautir í íþróttasalnum.

Eftir þessa skemmtilegu dagskrá var boðið upp á pylsur.

Skoðið myndir

Skoðið myndband af 1. og 2. bekk