Skip to content

Öskudagur miðvikudaginn 2. mars

Á öskudaginn 2.mars verða nemendur í skólanum fyrir hádegi.  Þann dag ætlum við að gera ýmislegt öðruvísi en við erum vön. Skóladagurinn hefst kl. 8:30 og allar sérgreinar falla niður.

Allir koma í búningum / furðufötum, jafnt börn sem fullorðnir og þennan dag ólíkt öðrum dögum er leyfilegt að koma með óhollt nesti. Það má sem sagt koma með gos og sætindi /sætabrauð, en í hæfilegu magni þó, því eingöngu er átt við eitthvað sem hægt er að gæða sér á í nestistímanum.

Skóladegi 5. -7. bekkjar lýkur eftir hádegismat um kl. 11:30 en þau yngri verða búin um kl. 12:00.

Undraland tekur þá við sínum börnum en skólinn brúar bilið þar til Frostheimar opna kl. 13.40

Foreldrar barna sem eru að fara í Frostheima og vilja þiggja gæslu á undan eru beðnir um  að skrá sín börn á netfangið grandaskoli@rvkskolar.is í síðasta lagi þriðjudaginn 1.mars.

Í lokin viljum við minna á að á mánudaginn er bolludagur þá er leyfilegt að koma með bollur í nesti.

Kær kveðja starfsfólk Grandaskóla