Skip to content

Öskudagurinn 2022

Í dag var haldið upp á Öskudaginn í Grandaskóla.

Skóli hófst í bekkjarstofum, síðan hittust allir á miðrýminu þar sem var sungið og dansað.

Eftir nesti var dagskrá út um allan skóla. Í boði var vöfflubakstur, perlur, leirgerð, vinabönd,, Just dance, leikir, risa málverk, trommuhringur, myndataka, öskupokagerð, ratleikur, teiknimyndir, Karokee, draugahús og skólahreysti í íþróttasalnum.

Eftir þessa skemmtilegu dagskrá var boðið upp á pylsur í matsalnum

Skoðið myndir

Myndir af dagskránni