Skip to content

Páskaleyfi

Vegna covid-lokunar í skólanum eru nemendur komnir í páskafrí eins og áður hefur komið fram.

Skrifstofa skólans verður lokuð frá kl.13:00,  í dag 25. mars og opnar aftur að loknu páskaleyfi.

Við hvetjum ykkur til þess að vera dugleg að láta börnin ykkar halda áfram að lesa í páskafríinu. Því miður verður ekki hægt að nálgast skólabækur fyrir páskaleyfi.

Samkvæmt skóladagatali eiga nemendur að mæta í skóla eftir páskaleyfi 7.apríl. Ykkur mun berast  póstur varðandi skipulag skólastarfs áður en nemendur mæta í skólann.

Gleðilega páska