Skip to content

Prjónað fyrir pokadýrin í Ástralíu

Nemendur og kennarar í Grandaskóla tóku þátt í verkefninu ,,Prjónað fyrir pokadýrin í Ástralíu“ sem er sjálfboðaliðaverkefni á alþjóðavísu.

Vegna mikilla skógarelda í Ástralíu er fjöldinn allur af pokadýrum eins og kengúrum orðinn munaðarlaus, en til þess að þrífast og dafna þurfa þau að vera í hlýjum og verndandi pokum.

Pokarnir urðu að vera úr ull, svo notaður var íslenskur lopi í verkefnið og voru prjónaðir yfir 30 pokar hér í Grandaskóla. Það voru að mestu nemendur í 7. bekk sem prjónuðu pokana, þau hjálpuðust mikið að og komu stundum margir prjónarar að einum poka.

Við hengdum pokana jafnóðum upp á textílvegginn okkar í skólanum og á þriðjudaginn 4. febrúar fóru þeir svo allir með flugi til Ástralíu með þeim sem skipulögðu verkefnið á Íslandi.

Skoðið myndir