Skip to content

Skipulag skólastarfs 30. mars – 3. apríl

Kæru foreldrar,

Nú hefur samkomubannið staðið í tvær vikur. Miðað við þær aðstæður sem við erum að takast á við þá hefur seinni vikan gengið mjög vel hjá okkur hér í Grandaskóla. Nemendur hafa í alla staði verið til fyrirmyndar og er það lykill að því hversu vel þetta hefur gengið hjá okkur. Skipulagið sem sett var upp í byrjun hefur því gengið eins og til var ætlast. Við munum því ekki gera neinar breytingar á skipulaginu og nemendur mæta í skólann í næstu viku eins og þau hafa gert undanfarnar tvær vikur

Árgöngum er skipt upp sem hér segir:  

Skipulag skóladags:


Áfangi 1
 Áfangi 2  Áfangi 3 niðri  Áfangi 3 uppi  Skólatími
kl: 8:20 2-ÞÍ 5-RI 7-AHS 4-RJ 8:20-10:40
kl: 8:30 2-IJJ 5-HM 7-AI 4-DE 8:30-10:50
kl: 8:40 2-IPE 7-SG 4-TRHM 8:40-11:00
kl: 11:15 1-JPB 6-A 3-SEJ 11:15-13:35
kl: 11:25 1-IÁ 6-B 3-HME 11:25-13:45
kl: 11:35 1-GÞV 3-KM 11:35-13:55

 

Við biðjum ykkur um að fylgjast vel með póstum frá skólunum. Ef forföll verða í kennarahóp sendum við póst að morgni sem auðvitað getur verið með stuttum fyrirvara.

Einnig viljum benda foreldrum á að vera í sambandi við umsjónarkennara til að fá námsefni ef þeir hyggjast ekki senda nemendur í skólann.

Ég minni á lestarátak Grandaskóla. Nýtum tímann núna til að lesa og verum fyrirmyndir um leið og við hvetjum börnin til að lesa. Hér má fylgjast með átakinu: https://grandaskoli.is/upplysingar/lestraratak-grandaskola/
Við höfum ákveðið að lengja átakið og láta það standa fram yfir páska. Ný lokadagsetning er 15. apríl.

Ég vil jafnframt minna á tilmæli sóttvarnarlæknis um að reynt verði að koma í veg fyrir að nemendur blandist milli hópa eftir skóla. Mikilvægt er að við reynum eftir fremsta megni að fylgja þessum leiðbeiningum.
Höldum áfram að vera skynsöm og förum varlega.

Örn Halldórsson

skólastjóri

Grandaskóla