Skip to content

Skólakór

Skólaárið 2021-22 verður starfræktur barnakór í Grandaskóla undir stjórn Elínar Halldórsdóttur tónmenntakennara.

Nemendum sem eru í 4.-6. bekk verður boðið að taka þátt og verður æft með hverjum árgangi einu sinni í viku 40 mín. í senn.

4. bekkur æfir kl. 13:40 – 14:20 á mánudögum
5. bekkur æfir kl. 14:20 – 15:00 á þriðjudögum
6. bekkur æfir kl. 14:20 – 15:00 á fimmtudögum

Kórastarf er lifandi og skemmtileg viðbót við annað nám og þjálfar málvitun í gegnum ryþma og tónlist í söng.

Gert er ráð fyrir að halda jólatónleika þann 1. desember kl. 9:00 og vortónleika 25. maí á vorhátíðardegi kl. 17:00. Fyrirvari um breytingar á tímasetningum en þær verða auglýstar vel með góðum fyrirvara.

Æskilegt er að nemendur ljúki hverri önn og klári annartónleika ef þeir skrá sig í kórinn.

Kórstarfið byrjar í næstu viku og verður opið fyrir skráningu í kórinn til 20. september.