Skólasetning 22. ágúst

Skólabyrjun

Ágætu foreldrar og nemendur
Nú líður að því að skólinn hefjist aftur að loknu sumarleyfi.

Skólasetning verður miðvikudaginn 22. ágúst
kl. 9:00 mæta 2. – 4. bekkur
kl. 9:30 mæta 5. – 7. bekkur

Nemendur og forráðamenn þeirra eru boðnir velkomnir.
Skólasetningin fer fram í sal skólans, gengið inn frá Rekagranda.
Kennsla hefst fimmtudaginn 23. ágúst skv. stundaskrá kl. 8:30

6.ára nemendur verða boðaðir til viðtals ásamt forráðamönnum 22. og 23. ágúst.
Kennsla hjá 1. bekk hefst föstudaginn 24. ágúst kl. 8:30.

Skóladagatal næsta skólaárs er komið á netið

Engir innkaupalistar

Í vetur verður sú breyting á að skólinn mun útvega þau ritföng sem nemendur þurfa að hafa meðferðis í skólanum. Því verða engir innkaupalistar gefnir út en nemendur mæta þó með skólatösku, íþróttaföt og annað tilfallandi meðferðis. Þau ritföng sem skólinn útvegar fara ekki heim með nemendum og því þarf mögulega að huga að því sem er til heima ef nemendur þurfa að sinna heimanámi. Blýantar, strokleður, litir, stílabækur og fleira verða til reiðu í skólanum.