Skip to content

Skólasetning og skólabyrjun

Senn líður að skólasetningu í Grandaskóla og starfsfólk í óða önn við að skipuleggja veturinn. Ljóst er að skólastarf verður skipulagt með sóttvarnir í huga og höfum við það að markmiði að stuðla að öryggi og velferð allra sem koma að skólastarfinu en tryggja í senn kröftugt skólastarf.

Skólasetning verður mánudaginn 23. ágúst sem hér segir:
2. bekkur kl. 9
3. bekkur kl. 9.30
4. bekkur kl. 10
5. bekkur kl. 10.30
6. bekkur kl. 11
7. bekkur kl. 11.30
Nemendur mæta á sal skólans og eftir stutta móttöku fara þau í sína bekkjarstofur með umsjónarkennara. Foreldrar geta því miður ekki fylgt börnum sínum að þessu sinni.
Kennsla hefst þriðjudaginn 24. ágúst skv. stundaskrá kl. 8.30.

Nemendur í 1. bekk verða boðaðir til viðtals ásamt forráðamönnum dagana 23. og 24. ágúst. Kennsla hjá 1. bekk hefst miðvikudaginn 25. ágúst kl. 8.30. Foreldrar/forráðamenn fylgja börnum sínum í viðtal en þurfa að hafa grímu.

Við hlökkum til samstarfs við ykkur kæru foreldrar sem verður örugglega farsælt eins og það hefur verið hingað til.

Kær kveðja,
Stjórnendur