Skip to content

Skólasetning og skólabyrjun

Kæru foreldrar,

Vonandi hafa allir haft það gott í sumarfríinu og tilbúnir að takast á við komandi skólaár. Því miður erum við enn að eiga við óværu sem hefur áhrif á samstarf heimilis og skóla. Í haust byrjum við skólastarfið með svipuðu sniði og við endum í vor. Því miður verðum við að takmarka mjög heimsóknir fullorðinna gesta í skólann og á það við um foreldra eins og aðra gesti. Skólasetningar verða því að taka mið af því og foreldrar geta ekki fylgt börnunum sínum inn í skólann og tekið þátt í skólasetningunni með okkur. Það mun því reyna meira á okkur að koma upplýsingum til ykkar í gegnum aðra miðla. Eins og staðan er núna er ekki útlit fyrir að við getum heldur haft hefðbundna haustkynningarfundi fyrir árganga þar sem við eigum erfitt með að tryggja að fólk geti virt 2 metra reglu. Við vonum sjálfsögðu að það gildandi takmörkunum verið létt fljótlega og hlutir geti færst sem mest í fyrra horf.

 Á skólasetningardegi 24. ágúst koma nemendur í skólann sem hér segir:

Klukkan 9:00  2. og 3. bekkur

Klukkan 10:00  4. og 5. bekkur

Klukkan 11:00  6. og 7. bekkur

Nemendur mæta á sal skólans og eftir stutta móttöku þar fara þau í sína bekkjarstofu með kennaranum sínum.

Kennsla hefst þriðjudaginn 25. ágúst skv. stundaskrá kl. 8:30

6.ára nemendur verða boðaðir til viðtals ásamt forráðamönnum 24. og 25. ágúst.
Kennsla hjá 1. bekk hefst miðvikudaginn 26. ágúst kl. 8:30.

Hlökkum til samstarfs í vetur!

Kveðja

Stjórnendur