Skip to content

Skólaslit 10. júní

Skólaslit í Grandaskóla verða fimmtudaginn 10. júní og mæta nemendur sem hér segir:

1. og 4. bekkur kl. 8.30

2. og 5. bekkur kl. 9.15

3. og 6. bekkur kl. 10.00

Nemendur mæta í sínar heimastofur og eiga stund með umsjónarkennara sínum áður en haldið er út í sumarið. Gert er ráð fyrir að skólaslitin taki um 30 mínútur. Vegna takmarkanna sem enn eru í gildi geta foreldrar því miður ekki tekið þátt að þessu sinni.

Skólaslit 7. bekkjar hefjast kl 11.00  í sal Grandaskóla, gengið er inn um Rekagranda. Hver nemandi getur tekið með sér tvo gesti og biðjum við ykkur að virða þann fjölda. Gert er ráð fyrir að athöfnin taki um 45 mínútur.

Hæfnikort nemanda birtast í Mentor seinni part þriðjudagsins 8.júní.  Við hvetjum  ykkur til að setjast niður með börnunum ykkar og skoða námsmatið. Ef spurningar vakna eru kennarar til viðtals til 14. júní.