Skip to content

Skólaslit Grandaskóla 2021

Fimmtudaginn 10. júní voru skólaslit í Grandaskóla. Nemendur 1. – 6. bekkja mættu í skólastofur í kveðjustund. 

Útskrift 12 ára nemenda var kl 11:00 og í ár útskrifuðust 34 nemendur frá skólanum.

Tveir nemendur fluttu minningu um árin í Grandaskóla og nemendur fluttu tónlistaratriði.

Anna Sigríður Guðnadóttir skólastjóri  og kennararnir Arnheiður Ingimundardóttir og Arngunnur Sigurþórsdóttir fluttu ávörp til útskriftarnemenda. 

Fulltrúi foreldra afhenti kveðjugjöf til umsjónarkennara.

Gleðilegt sumar

Skoðið myndir af skólaslitum

Skoðið myndir af útskrift 12 ára nemenda

Skóli hefst að nýju mánudaginn 23. ágúst 🙂