Skip to content

Skólastarf eftir páska

Kæru foreldrar/forráðamenn

Eins og fram hefur komið hefst skóli samkvæmt stundaskrá á morgun miðvikudaginn 7.apríl. Skólastarf verður með hefðbundnum hætti þ.e. að nemendur stunda nám sitt samkvæmt stundaskrá og starfsemi í matsal verður með hefðbundnum hætti.

Einhverjar breytingar verða þó á skólanum samkvæmt nýrri reglugerð um skólastarf. Starfsfólk skólans verður með andlitsgrímur og kennarar þurfa að vera með andlitsgrímur í kennslu nema að 2m nálægðarmörk séu fyrir hendi.

Íþróttakennsla fer fram samkvæmt stundaskrá en ekki er komið á hreint með sundkennslu. Póstur varðandi það mun berast þegar niðurstaða er komin í það mál.

Salerni og inngangar nemenda eru skilgreindir eftir bekkjum og eins og hafa verið í vetur. Við höldum áfram með það skipulag. Nú er aftur komin fjöldatakmörkun á 50 nemendur í rými og setur það okkur skorður varðandi gæslu og opnun skólans á morgnana.

Skólinn mun opna kl 8.10 fyrir þá nemendur í 1. og 2. bekk sem þurfa að nýta sér það. Þeir geta komið inn í skólann með töskur sínar og fara svo út á skólalóð að leika þar til skóli hefst kl 8.30. Starfsmenn skólans verða á útisvæðum milli kl 8.10 og 8.30. Nemendur í 3. – 7. bekk mæta í skólann kl 8.30 samkvæmt stundaskrá en ekki verður hægt að opna skólann fyrr fyrir þá nemendur.