Skip to content

Skólastarf frá 4. maí

(English below)

Kæru foreldrar,

Nú styttist í að takmörkunum á samkomubanni verði létt. Frá og með 4. maí á skólastarf að færast í fyrra horf. Nemendur mæta í skólann samkvæmt stundskrá og mun skólastarf fara í það horf sem það var fyrir takmarkanir. Þetta á bæði við um sundkennslu, íþróttakennslu og skipulag í matsal. Nemendum verður því aftur boðið uppá hádegismat eins og áður. Öllum takmörkunum um starf nemenda í skólanum hefur því verið aflétt.

Annað gildir um okkur fullorðna fólkið. Umferð fullorðinna annarra en starfsmanna skólans er enn takmörkuð og geta foreldrar því ekki komið í skólann. Við biðjum ykkur um að virða þetta og hringja frekar eða senda tölvupóst. Fundir og aðrar samkomur með foreldrum geta ekki farið fram innan skólans. Leyfilegt er að halda smærri fundi sem teljast nauðsynlegir en gæta verður að 2 metra reglu á þeim fundum.

Áfram verður hugað sérstaklega að þrifum og sótthreinsun svæða auk þess sem áfram verður lögð mikil áhersla nemendur þvoi sér um hendur og spritti.

Við stjórnendur þökkum kærlega fyrir hversu vel skólasamfélagið hefur stutt við skólann þennan tíma sem skólastarf hefur verið undir takmörkunum sóttvarna.‘

Kærar kveðjur
Örn skólastjóri

:::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::

Dear parents

This coming Monday the 4th of May all limitations on schools will be lifted. Students will then be attending school as they did before the limitations were set. Timetables of every class will then be according to what was before, and every subject will be taught as before that includes swimming, sports and lunch will also be served as before.

There will though still be some restrictions regarding parents. Parents are not allowed inside the school for the time being, so we ask you to phone us or send emails if you need to be in touch. Meetings and other gatherings with parents can not be held or will be canceled.

We will still be doing the special cleaning and disinfect in the school and urging everyone to wash hands and sanitizing.

Best regards
Örn skólastjóri