Skip to content

Námsmat

IMG_2066

Námsmat

Upplýsingar um námsárangur eru skráðar á mentor.is, á vitnisburðarblöð, prófaskýrslur og hjá kennara. Félagslegar upplýsingar eru hjá sérkennara s.s. ef nemandi hefur verið hjá sálfræðingi eða félagsráðgjafa. Skólastjóri metur hvort miðla eigi þeim upplýsingum til kennara. Möppur um nemendur sem notið hafa sérkennslu eru einnig hjá sérkennara.

Vitnisburður nemenda:

Skráning er með eftirfarandi hætti í 1. – 4. bekk.

Mjög gott = tileinkun á 80 – 100% námsmarkmiða.

Gott = tileinkun á 60 – 79% námsmarkmiða.

Sæmilegt = tileinkun á 40 – 59% námsmarkmiða

Slakt = tileinkun á 20 – 39% námsmarkmiða

Ófullnægjandi = tileinkun 0 – 19% námsmarkmiða

Nokkur próf eru í 1. – 4. bekk. Fylgst er með framvindu lesturs með þar til gerðum lestrarprófum (hraðlestri og lesskilningi). Kannanir í stærðfræði eru lagðar fyrir af og til. Könnun í stafsetningu er a.m.k. tvisvar á vetri í. 2. – 4. bekk.

Vitnisburður í námsgreinum er byggður á:

Próf = lokaprófi sem gildir aldrei meira en 60%, þar við bætist mat á könnunum, o.fl. 40%.

Vinnueinkunn = Verkefnaskil, heimavinna, vinnusemi, frágangur og virkni.

Kennarar ræða saman í upphafi vetrar og ákveða nánar hvernig þeir ætla að haga því námsmati sem ekki byggir á lokaprófi. Framkvæmd námsmatsins skal kynnt nemendum og foreldrum strax að hausti.

Í 5. – 7. bekk er gefið í heilum og hálfum tölum.

Símat fer fram í öllum greinum allan veturinn. Það er stór hluti af vitnisburði vetrarins og er svo til eingöngu lagt til grundvallar í yngri bekkjum.

Símenntun kennara á eldra stigi tengist fjölbreyttu námsmati í tengslum við einstaklingsmiðað nám.