Skip to content

Skólareglur

Skólareglur

 

Þýðingarmikill þáttur í góðu skólastarfi er að þeir sem þar starfa beri virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og nánasta umhverfi sínu. Góður sjálfsagi og samvinnuhæfni er mikilvægur þáttur í daglegum samskiptum í skólanum. Til þess höfum við skólareglur okkur til hjálpar. Ef nemandi brýtur reglur skólans skal byrja á því að ræða það  við hann og gefa honum síðan kost á að bæta ráð sitt.

Grandaskóli er Olweusarskóli sem líður hvorki einelti né andfélagslega hegðun.

Regla 1

Nemendur eiga ávallt að koma fram við starfsfólk skólans og samnemendur af fyllstu kurteisi.
———-
Brot á reglu geta leitt til þess að haft verði samband við foreldra og/eða nemandi verði sendur til skólastjórnenda. Nemandi biðji viðeigandi afsökunar á framferði sínu.

Ef nemandi hagar sér illa á samkomum eða í ferðalagi og lætur ekki af hegðun sinni er hringt í foreldra og þeir beðnir um að sækja hann. Nemandinn fær ekki að taka þátt í næstu ferð/samkomu nema í samráði við foreldra.

Regla 2
Nemendur eiga ávallt að hlýða kennurum og starfsfólki.
———-
Brot geta leitt til þess að haft verði samband við foreldra og/eða nemandi verði sendur til skólastjórnenda. Nemandi biðji viðeigandi afsökunar á framferði sínu.

Regla 3
Nemendur skulu mæta á réttum tíma í kennslustundir.
———-
Nemandi biðji viðeigandi afsökunar. Ef nemandi kemur oft of seint eða er fjarverandi fá foreldrar/forráðamenn bréf sent heim. Ef ekki verður bót á eru foreldrar/forráðamenn boðaðir til fundar við skólastjórnendur. Tilkynnt barnaverndaryfirvöldum ef ekki verður nein breyting á ástundun nemandans.

Regla 4
Nemendur skulu koma með þau gögn sem nota skal hvern dag.
———-
Brot geta leitt til þess að haft verði samband við foreldra.


Regla 5
Tyggigúmmí og sælgæti er bannað.
———-
Tyggjói skal hent í ruslafötur og sælgæti gert upptækt.

Regla 6
Taka skal af sér höfuðföt þegar komið er inn í skólann. Húfur, hettur, buff og derhúfur flokkast undir þetta.
———-
Nemandi skal hlýða strax þegar hann er beðinn að taka að ofan.

Regla 7
Allir nemendur eiga að fara út í frímínútur og vera á skólalóð skólans. Leiktæki og leikir sem geta valdið skaða eru bönnuð á skólatíma. T.d. hjól, hjólabretti, línuskautar, hlaupahjól, snjóþotur ….
———-
Við brot á reglu eru viðkomandi tæki gerð upptæk og afhent nemanda í lok skóladags.

Regla 8
Nemendur eiga að ganga vel um utandyra sem innan og fara vel með bækur og aðra muni í eigu skólans.
———-
Nemandi sem glatar bók eða skemmir eigur skólans vísvitandi getur þurft að greiða andvirðið, eða bæta tjónið á annan hátt.

Regla 9
Nemendur eiga að forðast óþarfa hávaða og hlaup á göngum eru bönnuð.
———-
Rætt við nemanda um þær hættur sem skapast af hlaupum og mikilvægi þess að taka tillit til annarra.

Regla 10
Farsímar, iPod eða aðrir spilarar nemenda eru bannaðir í skólanum og á skólalóð. Þessi tæki mega vera í töskum nemenda en ekki í notkun og slökkt á þeim.
———-
Við ítrekuð brot á reglu eru tækin gerð upptæk og eingöngu afhent foreldrum.

Alvarleg og ítrekuð brot á skólareglum skal skrá í dagbók nemenda í Mentor og upplýsa foreldra.

Mikilvægt er að  kennarar og annað starfsfólk láti nemendur vita um góða hegðun og séu samstíga  að fara eftir reglum.

 

Alvarleg og ítrekuð brot á skólareglum skal skrá í dagbók nemenda í mentor og upplýsa foreldra. 
Mikilvægt er að kennarar og annað starfsfólk láti nemendur vita um góða hegðun og séu samstíga að fara eftir reglum.