Skip to content

Þemadagar 28. – 29. mars

Kæru foreldrar
Á fimmtu- og föstudaginn, 28. og 29. mars eru þemadagar í Grandaskóla.

Yfirskrift daganna er
BARNASÁTTMÁLINN

Börnunum er, þvert á árganga, skipt upp í hópa sem vinna saman á svæðum að ýmsum verkefnum sem tengjast sáttmálanum.

Skóli hefst á hefðbundum tíma en lýkur hjá öllum nemendum kl. 13:30, (þá taka Undraland og Frostheimar við sínu fólki).
Allar sérgreinar falla niður þessa daga.

Á þemadögum er oft á tíðum unnið talsvert að listsköpun og óhefðbundnum verkefnum.
Af því tilefni bendum við á að „nýja“ peysan og/eða viðkvæmur fatnaður henta slíkri vinnu ekki alltaf vel.

Börnin koma með nesti í skólann eins og aðra daga og hádegismatur verður borðaður á svæðum.
Allir fara út í frímínútur eins og venjulega, munum að klæða okkur samkvæmt veðri.

Bestu kveðjur
Stjórnendur og kennarar