Skip to content

Þemadagar – fjörudagar 2019

Á þemadögum á vori er sú skemmtilega hefð í Grandaskóla að allir nemendur vinna með lifríkið í fjörunni. Öll strandlengjan frá Ægissíðu út í Gróttu, á Eiðisgranda, út á Granda og niður á höfn. Á þessum stöðum eru unnin mismunandi verkefni og er hugmyndin sú að þegar nemendur ljúka námi í Grandaskóla hafa þeir unnið mismunandi verkefni eftir allri strandlengjunni næst skólanum. Núna vorum við svo heppin að það var hvalreki í fjörunni á Eiðisgranda og bættist þá nýtt verkefni við með hvalaskoðun í fjöru. Það er upplifun sem verður líklega ekki boðið aftur upp á hér á þemadögum 🙂

Skoðið myndir