Skip to content

Þemadagar Grandaskóla

Dagana 28. og 29. mars voru hinir árlegu þemadagar Grandaskóla

Yfirskrift daganna var Barnasáttmáli Sameinuðuþjóðanna.

Nemendum var þvert á árganga, skipt upp í 16 hópa sem unnu saman á svæðum að ýmsum verkefnum sem tengjast barnasáttmálanum.

Skipt var upp á 8 stöðvar svo og aukaverkefni til hliðar.

Unnið var út frá 15 greinum barnasáttmálans.

Verkefnin voru mörg og mismunandi s.s. myndverk, föndur, veggspjaldagerð, púsl, húsagerð, video kynningar, sýndarveruleiki og upplifun.