Skip to content

                                   

Grandaskóli hóf innleiðingu á hugmyndafræði Réttindaskóla á síðasta ári. Réttindaskólar Unicef leggja Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna til grundvallar í öllu sínu starfi. Áhersla er lögð á að skapa skólabrag sem byggist á lýðræði, jafnrétti, virðingu og jákvæðum samskiptum.
Byrjað var á að leggja fyrir kannanir og kjósa Réttindaráð Grandaskóla. Ráðið kynnti sér niðurstöður og gerði aðgerðaráætlun um úrbætur. Einnig voru þema dagar í skólanum þar sem allir nemendur kynntu sér Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á ýmsan hátt og gerðu greinar hans sýnilegar í skólanum.