Skip to content

Fuglaverkefni Erasmus

FUGLAR

Þróun rannsóknarmiðaðs og þverfaglegs námsefnis í náttúrufræði og raungreinum.

Grandaskóli fékk haustið 2015 Erasmus+ styrk til þriggja ára til að vinna að námsefnisgerð í náttúrufræði. Um er að ræða samstarfsverkefni

sex  Evrópulanda sem stýrt er frá Ungverjalandi. Önnur samstarfslönd eru, Rúmenía, Pólland, Þýskaland og Spánn.

Viðfangsefnið sem lagt er til grundvallar lýtur að fuglaskoðun og rannsóknum á fuglum í sínu náttúrulega umhverfi.

Kennslufræðilegur grunnur verkefnisins byggir á rannsóknarvinnu með nemendahópum í ólíku náttúrulegu og menningarlegu umhverfi og

fjölbreyttri úrvinnslu gagna.

Þó megináhersla sé lögð á fuglaskoðun og náttúrufræði er gert ráð fyrir að námsefnið tengist einnig markmiðum margra annarra námsgreina

svo sem landafræði, upplýsinga og tæknimennt, listgreinum, ensku og íslensku. Mikil áhersla er lögð á útikennslu í náttúrunni, að efla

umhverfisvitund nemenda og félagslega færni, virðingu fyrir umhverfinu og sjálfbærni auk þess að hafa jákvæð áhrif á viðhorf nemenda til

náttúrugreina og efla þekkingu þeirra og færni.

Sex nemendahópar, á aldrinum 10 til 13 ára, í þátttökulöndunum sex taka þátt í sambærilegri rannsóknarvinnu og velta fyrir sér sömu

rannsóknarspurningunum auk þess sem unnið er með þjóðlist, þjóðsögur, fuglahljóð og söngva á listrænan hátt.

Skólaárið 2015 – 2016 var unnið með námskrár og áherslur í hverju landi fyrir sig og fundinn sameiginlegur grunnur til að byggja verkefnið á.

Skólaárið 2016‐2017 var tileinkað vinnu með nemendum. 26 nemendur úr sjötta bekk fóru í vikulangar námsferðir til hinna þátttökulandanna,

fjórir til sex í senn.  Í maí þetta sama skólaár heimsóttu 24 nemendur frá hinum þátttökulöndunum Grandaskóla. Þeir tóku þátt í skólastarfinu í

eina viku, unnu ásamt okkar nemendum verkefni sem tengdust fuglum og fuglaskoðun og gistu heima hjá nemendum í sjötta bekk.

Í öllum þátttökulöndunum 6 var unnið að námsefnisgerð með samþættingu ólíkra námsgreina í huga.  Kennarar í sjötta bekk lögðu þetta

námsefni fyrir nemendur sína og hafa nú fullgert það, fundið íslenskar heimildir, þýtt og staðfært.  verkefninu lauk með kennaranámskeiðum og

fyrirlestrum þar sem þetta námefni var kynnt og gert aðgengilegt öðrum kennurum í öðrum skólum á höfuðborgarsvæðinu og í Skagafirði. Gert

er ráð fyrir að námefnið verði aðgengilegt á E-Twinning  og á heimasíðu verkefnisins.    Birds

Skólar í verkefninu Skolar_Erasmus

Heimsóknir;

Spain, 

Poland, 

Hungary, 

Germany

Transylvania

Iceland1,

Iceland2, 

Aðstandendur fuglaverkefnis í Grandaskóla:

Arngunnur Sigurþórsdóttir

Arnheiður Ingimundardóttir

Kristín Þorgerður Magnúsdóttir

Þórdís Guðmundsdóttir